Færa fólkinu skáldin heim

Stefán Bogi Sveinsson og Ing- unn Snædal koma fram á …
Stefán Bogi Sveinsson og Ing- unn Snædal koma fram á hátíðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bókmenntahátíðin Litla ljóðahátíðin hefst kl. 20 í Valaskjálf á Egilsstöðum í kvöld. Boðið verður upp á fjóra viðburði; á Egilsstöðum, Vopnafirði, við Mývatn og á Akureyri, í kvöld, á morgun og laugardag.

Tilgangur hátíðarinnar er að auka veg ljóðlistar á svæðinu, „að færa fólkinu skáldin á silfurfati,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, annar skipuleggjenda hátíðarinnar. Markmiðið sé ekki síður að hvetja heimaskáld til dáða og gefa þeim tækifæri á að koma fram með og mynda tengsl við skáld í fremstu röð.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann, að farið verði með skáldin að sunnan á milli staða og hópurinn skreyttur með heimafólki og fleiri listamönnum, meðal annars þremur Finnum í samstarfi við Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri, finnsku skáldkonunni Katariinu Vuorinen ásamt Kauko Royhka og Olgu Valimaa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert