Borgarbúar flokka rusl í gríð og erg

Tekið er fram að í þessum tölum sé einungis tekið …
Tekið er fram að í þessum tölum sé einungis tekið mið af því sem safnast í grænu tunnurnar undir plast við heimili fólks og á grenndarstöðvar sem eru 57 í borginni. mbl

Búist við 60% aukningu á magni plasts til endurvinnslu á milli ára samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Skil á plasti til grenndarstöðva í Reykjavík jókst um 21% á milli ára.

Í tilkynningunni segir að þetta gefi vísbendingu um að innleiðing grænu tunnunnar fyrir plast hafi almennt hvatt til flokkunar á plasti. Skilin séu umfram magnaukningu í blönduðum úrgangi sem er um 4% en rekja megi þá aukningu til batnandi efnahagsástands.

„Ef sama aukning í plastskilum helst út árið má búast við að um 60% aukning verði á magni plasts til endurvinnslu í Reykjavík á milli ára. Ef fram fer sem horfir verður heildarmagn plasts sem safnast til endurvinnslu í Reykjavík í ár rúm 248 tonn en 2015 söfnuðust um 100 tonn.“

Tekið er fram að í þessum tölum sé einungis tekið mið af því sem safnast í grænu tunnurnar undir plast við heimili fólks og á grenndarstöðvar sem eru 57 í borginni. Ekki er tekið með það sem safnast hjá endurvinnslustöðvum Sorpu en þar er einnig um 20% magnaukning. Þá bjóða einkafyrirtæki einnig móttöku á plasti við heimili sem stendur Reykvíkingum til boða gegn gjaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert