Færri fóstureyðingar árið 2015

Mörg konan velur að eyða fóstrinu með svokallaðri fóstureyðingarpillu.
Mörg konan velur að eyða fóstrinu með svokallaðri fóstureyðingarpillu. mbl.is/Rósa Braga

Árið 2015 var gerð 921 fóstureyðing á Íslandi en það eru nokkuð færri aðgerðir en árin á undan. Þetta kemur fram í talnabrunni Embættis landlæknis.

Á árunum 2008-2014 voru framkvæmdar á bilinu 955-981 fóstureyðing hér á landi en þær voru hins vegar í kringum 900 talsins á árunum 2004-2007, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Munur er á tíðni fóstureyðinga þegar þær eru greindar eftir lögheimili kvenna. Flestar fóstureyðingar voru hjá konum búsettum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, 13 á hverjar 1.000 konur á frjósemisaldri. Fæstar fóstureyðingar voru hins vegar hjá konum á Norðurlandi eða 7,1 á 1.000 konur 15-49 ára, og á Austurlandi voru þær 8,2 á 1.000 konur 15-49 ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert