Lægðir á leið til landsins

mbl.is/Kristinn

Þokkalegt veður verður um helgina en blautt og fremur kalt. Eftir helgi er jafnvel von á lægðum til landsins með tilheyrandi vindi og rigningu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun.

Spáð er hægri norðlægri eða breytilegri átt í dag en það blæs aðeins norðvestan til á landinu, norðaustan 8-13 m/s þar. Víða þungbúið og súld, en skúrir sunnanlands síðdegis, sums staðar hellidembur. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands.

Svipaður vindur á morgun og væta víða um land, en úrkomulítið við Faxaflóa. Kólnar lítillega í veðri. Áfram hæglætisveður á sunnudag með skúrum í flestum landshlutum og hitatölurnar fara enn hægt niður á við.
Spáin fyrir næsta sólarhring:

Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en 8-13 norðvestan til. Víða súld eða dálítil rigning, en skúrir sunnanlands síðdegis, sums staðar hellidembur. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands.
Svipaður vindur á morgun og væta víða um land, en úrkomulítið við Faxaflóa. Kólnar lítillega í veðri.

Á laugardag:

Norðaustan 8-13 m/s um landið norðvestanvert, annars hægari breytileg átt. Rigning víða um land, en úrkomulítið við Faxaflóa. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast suðvestan til á landinu.

Á sunnudag:
Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Fremur hæg norðaustlæg átt. Skýjað austan til og dálítil væta með köflum. Léttir til um landið vestanvert. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.

Á þriðjudag:
Norðaustan 5-10, en 10-15 með suðausturströndinni. Rigning suðaustan- og austanlands, en þurrt annars staðar. Svipaður hiti áfram.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Breytileg átt og dálítil væta af og til í flestum landshlutum. Hiti 7 til 13 stig.

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert