Ferðamenn létta á sér við flugvöllinn

Staldrið. Við vegginn er algengt að fólk gangi örna sinna …
Staldrið. Við vegginn er algengt að fólk gangi örna sinna fyrir eða eftir flug.

Borið hefur á því að erlendir ferðamenn gangi örna sinna við áningarstað á Reykjanesi í námunda við Keflavíkurflugvöll.

Staldrið hefur notið mikilla vinsælda hjá erlendum ferðamönnum fyrir eða eftir flugferðir þeirra. Engin salernisaðstaða er hins vegar á áningarstaðnum, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta.

Rútubílstjóra sem staldraði við á svæðinu með hóp ferðamanna, til að þeir gætu andað að sér fersku lofti, brá í brún þegar megn úrgangsfnykur fyllti vitin. Við nánari skoðun kom í ljós að klósettpappír og hægðir voru á víð og dreif um svæðið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert