Roðageitungur á ferðinni

Miklar sveiflur eru í stofni holugeitunga.
Miklar sveiflur eru í stofni holugeitunga. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Fregnir af endalokum roðageitungs hérlendis hafa verið stórlega ýktar því undanfarna daga hefur hann sést í garði í Kvíslunum í Reykjavík.

Fjórar tegundir geitunga námu land hérlendis á síðari helmingi liðinnar aldar. Roðageitungur sást síðan nær árlega til 2010 en eftir að hans varð ekki meir vart var gefið út dánarvottorð. Húsageitungur var á sveimi til 2007 og fékk eftir það útgefið dánarvottorð en þernur komu inn um glugga í Vesturbæ Reykjavíkur fyrir um ári og drottning rumskaði af vetrardvala á Seltjarnarnesi í byrjun árs. Auk þess eru hér holugeitungar og trjágeitungar.

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segist hafa verið of fljótur á sér að gefa út dánarvottorðin. „Ég hef tvisvar gefið út dánarvottorð og í bæði skiptin þurft að innkalla þau,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert