Vilja réttlátari skiptingu kjötverðs

Smalamennskur og réttir eru framundan og bændur eiga engan kost …
Smalamennskur og réttir eru framundan og bændur eiga engan kost annan en að senda lömb sín í sláturhús, sama hvaða verð er í boði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er gríðarlegur skellur. Það er alveg sama hvort þú ert verkamaður eða forritari, þú myndir ekki þola vel yfir 10% lækkun á launum þínum.“

Þetta segir Sæþór Gunnsteinsson, sauðfjárbóndi í Presthvammi í Aðaldal, um ákvarðanir Norðlenska og fleiri sláturleyfishafa að lækka verð til bænda í haust. Greitt er 10% lægra verð fyrir dilka en í fyrra og 38% lægra verð fyrir fullorðið fé.

Ákvörðun sláturleyfishafa hefur kallað fram sterk viðbrögð í sveitum landsins. „Við höfum okkar tekjur af innlegginu og þetta er því bein tekjuskerðing,“ segir Guðrún Ragna Einarsdóttir, bóndi á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Hún leggur afurðir sínar inn á Vopnafirði og hefur sláturhúsið þar tilkynnt 12% verðlækkun í bréfi til framleiðenda. „Verðlækkun kemur ekki sérstaklega á óvart, hún var yfirvofandi, en ég átti ekki von á að hún yrði svona mikil,“ segir Guðrún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert