Segir Gústaf Níelsson vera ný-rasista

Gústaf Níelsson.
Gústaf Níelsson. mbl.is/Jim Smart

„Gústaf er ekki fórnarlamb í þessu máli. Fórnarlömbin eru börn múslima hér á Íslandi sem þurfa að lifa við þennan viðbjóðslega málflutning dag eftir dag,“ sagði Gunnar Waage, ritstjóri Sandkassans, í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Þar mætti hann Gústafi Níelssyni sagnfræðingi og tókust þeir á um innflytjendamál. Heimir Karlsson stjórnaði þættinum. „Ef Gústaf heldur að málflutningur hans hafi ekki áhrif á börn og unglinga múslima er hann alvarlega illa áttaður,“ sagði Gunnar.

Segir Gústaf vera ný-rasista

Gunnar birti nýverið lista yfir „Íslenska ný-rasista“ en Gústaf er einn þeirra sem ratað hefur á listann. Í þættinum sagði Gunnar að Gústaf hefði lengi haldið uppi hatursfullum málflutningi í fjölmiðlum í garð innflytjenda, þá sérstaklega múslima, samkynhneigðra og jafnvel femínista. Því væri hann ný-rasisti samkvæmt skilgreiningu sem lögð er fram í skýrslu frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.

Lýsti hann ný-rasisma sem hvers kyns mismunun á grundvelli litarháttar, þjóðernis, trúar, uppruna og þjóðfélagsstöðu svo eitthvað sé nefnt. „Fólk er ekki á þessum lista vegna þess að mér líkar illa við það heldur vegna þess að ég máta það við þessa skilgreiningu,“ sagði Gunnar.

„Mas út í bláinn hjá blessuðum manninum“

„Þetta er mas út í bláinn hjá blessuðum manninum,“ sagði Gústaf og þvertók fyrir að hann tilheyrði einhverjum sérstökum hópi ný-rasista. Sagði hann að orðið ný-rasisti væri merkingalaus orðaleppur sem notað væri af fólki um fólk sem væri ósammála því. „Það er ekki boðlegt í alvarlegri þjóðmálaumræðu.“

Gústaf sagði það lýsa dómgreindarleysi Gunnars að hann skyldi útbúa lista sem þennan, „sérstaklega í ljósi ástandsins í Evrópu“. „Það er fjöldi fólks tekinn af lífi af handahófi á almannafæri. Maður hefur enga hugmynd um hvað svona listi gæti haft í för með sér,“ sagði Gústaf. „Öfgamennirnir rökræða ekki. Þeir bara skjóta og skrækja. Ég tel að svona listi geti verið hættulegur.“

Gunnar sagðist ekki hafa hugleitt að listinn gæti verið hættulegur og sagði Gústaf sjálfan þurfa að bera ábyrgð á orðum sínum. „Ég tek ekki ábyrgð á mannfjandlegum skoðunum fólks,“ sagði hann. Gústaf svaraði honum um hæl og sagði: „Þú ættir að skammast þín fyrir að setja saman svona lista.“

Vill hafa mann í hliðunum

Gústaf sagðist þó vissulega hafa um árabil tekið þátt í þjóðmálaumræðu hvað varðar „íslamsvæðingu Evrópu“. „Ég er einn af fjölmörgum mönnum sem hef verið að vara við þessari þróun og vara við því að Ísland lendi í sama pyttinum og skandínavískar þjóðir,“ sagði Gústaf.

Sagði hann „stjórnlausa hömlulausa fjölgun fólks sem fyrirlítur lifnaðarhætti okkar, vill ekki aðlagast og vill ekki fara að lögunum okkar“ vera áhyggjuefni.

„Ég vil hafa mann í hliðunum. Ég vil gæta heimilis míns,“ sagði Gústaf og bætti við að hann teldi múslima eiga erfitt með að skilja að hér á landi gildi íslensk lög. „Þeir eru alltaf hljóðlátir þar til þeir verða margir.“

„Maður sem er að valda íslensku þjóðfélagi skaða“

„Það sem ég er að segja er að við eigum að fara varlega í öllu. Ísland er 300 þúsund manna friðsælt og einsleitt samfélag. Hér þekkja allir alla. Svo koma stjórnmálamenn og segjast vera að byggja upp fjölmenningarsamfélag. Í Evrópu eru menn búnir að átta sig á því að fjölmenningarsamfélag gengur ekki upp. Þú myndar afkima í landinu. Það eru til að mynda 50-60 svæði í Svíþjóð þar sem lögregla hættir sér ekki einu sinni. Þá er ríkið ekki fullvalda lengur – ég vil ekki þessa þróun,“ sagði Gústaf. 

Þá sagði Gunnar að það væri út í hött hjá Gústafi að bera Ísland saman við skandínavísk lönd þar sem löndin ættu ekkert sameiginlegt. „Ísland á ekkert sameiginlegt með Danmörku og Svíþjóð hvað þetta varðar. Þetta eru lönd sem eru með galopið félagslegt kerfi, mun opnara velferðarkerfi en við og taka á móti mun meiri fjölda en við. Það er ekkert í farvatninu um slík áform svo það er bara verið að mála upp völvuspákonuvitleysu um að allt stefni hér í óefni.“

„Þú ert að hegða þér eins og Nostradamus og málar skrattann á vegginn,“ sagði Gunnar. „Ég er að tala við mann sem er að valda íslensku þjóðfélagi skaða.“

mbl.is

Innlent »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Ákvörðun um tilfærslu var tímabundin

17:44 Ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að flytja Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, til í starfi tímabundið getur ekki fallist undir að vera stjórnvaldsákvörðun þar sem hún var tímabundin og fól ekki í sér skerðingu á launakjörum eða réttindum. Meira »

Vantar starfsfólk á þriðjung leikskóla

17:10 Í byrjun desember voru 40 af 62 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir, en í 22 leikskóla vantar samanlagt rúmlega 30 starfsmenn, í flestum tilfellum í hálfa stöðu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar, en upplýsingarnar eru fengnar frá stjórnendum í skóla og frístundastarfi borgarinnar. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bóta vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Lög á deiluna koma ekki til greina

14:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, segir það ekki koma til greina að setja lög á boðað verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Meira »

Anna María er varaformaður KÍ

14:47 Anna María Gunnarsdóttir er nýr varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún hlaut 1.653 atkvæði eða 52,86% greiddra atkvæða. Fjórir félagsmenn KÍ buðu sig fram í embættið. Meira »

Óvenjumörg stjörnuhröp sýnileg í kvöld

14:20 Loft­steina­dríf­an Gem­inít­ar verður í há­marki í kvöld og nótt en það þýðir að fólk gæti séð fleiri stjörnuhröp en alla jafna. Búast má við því að sjá nokkra tugi stjörnuhrapa á klukkustund. Meira »

Óhugnanleg árás í Garðabæ óupplýst

14:17 Ráðist var að 10 ára stúlku sem var á gangi í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlkan náði að sleppa en talið er að gerandinn sé piltur á aldrinum 17-19 ára. Lögregla rannsakar málið. Meira »

Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi

13:43 Karlmaður hefur verið dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. janúar vegna ítrekaðra innbrota, þjófnaða, fíkniefnabrota, umferðarlagabrota, fjársvika og eignaspjalla. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um varðhaldið, en hann hefur setið í varðhaldi frá 11. nóvember. Meira »

Launakröfur „fullkomlega óraunhæfar“

13:40 „Kröfur flugvirkja eru fullkomlega óraunhæfar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands vegna Icelandair. Meira »

Fleiri akreinar og akrein fyrir strætó

12:58 Til stendur að gera endurbætur á Hafnarfjarðarvegi þar sem hann liggur fram hjá Garðabæ frá Vífilsstaðavegi að Lyngási samkvæmt nýrri tillögu. Bæta á við beygjuakrein, fjölga almennum akreinum og setja sérstaka strætisvagnaakrein. Þá verða gerð ný undirgöng og hringtorgi bætt við á Vífilsstaðavegi. Meira »

Segja gamla veginn stórhættulegan

11:20 Fasteignaeigendur og íbúar Prýðahverfis hafa skorað á bæjarráð Garðabæjar að hvika hvergi frá samþykktum um lokun gamla Álftanesvegar. Meira »

Veginum sennilega sjaldan eins vel sinnt

10:40 „Það er guðsmildi að ungmennin hafi ekki slasast við þennan útafakstur. Það væri langsótt að ætla að rekja orsök slyssins til vetrarþjónustunnar því sennilega hefur henni sjaldan verið eins vel sinnt og verið hefur það sem af er vetri, þó alltaf megi gera betur.“ Meira »

Stefnuræðan stytt um tvær mínútur

12:11 Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana á Alþingi annað kvöld verða styttri en verið hefur vegna þess að þingflokkarnir eru orðnir átta talsins. Meira »

Vilja rafræna fylgiseðla lyfja

10:55 Lyfjastofnun Evrópu er með til skoðunar hvernig nota megi rafrænar leiðir til að miðla upplýsingum um lyf til sjúklinga á öruggan hátt. Á norrænum vettvangi er rætt um að Norðurlandaþjóðirnar sækist sameiginlega eftir því að fá reglum Evrópusambandsins breytt þannig að heimilt verði að selja lyf með rafrænum fylgiseðlum. Meira »

Giljagaur verslar á netinu

10:35 Jólasveinninn Giljagaur hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hann hyggist ekki fara að tillögum jólagjafaráðs um hvað hann eigi að gefa í skóinn. Hann er þar með annar íslenski jólasveinninn sem tekur afstöðu gegn jólasveinaráði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Styttur eftir Miðdal til sölu
Til sölu styttur eftir Guðmund frá Miðdal, Sólskríkjur Maríuerlur. Músarri...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
Glæsilegur lampi og skápur úr Tekki
Til sölu ca 60ára gamall lampi/skápur.Lítur mjög vel út. verð kr 38.000 uppl 8...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...