Árekstur á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar

Harkaleg aftanákeyrsla varð á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar rétt fyrir …
Harkaleg aftanákeyrsla varð á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Þung umferð er alveg að Kringlumýrarbraut vegna tafa sem orðið hafa á umferð vegna slyssins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var fluttur á slysadeild eftir að tveir bílar skullu saman á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Um var að ræða harkalega aftanákeyrslu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að hreinsa vettvang en olía lak úr annarri bifreiðinni. Að minnsta kosti tveir sjúkrabílar, einn slökkviliðsbíll og einn lögreglubíll voru á vettvangi að sögn sjónarvotts.

Umferð er mjög þung, bíll er við bíl alveg út að Kringlumýrarbraut hið minnsta en skv. upplýsingum frá slökkviliðinu er áætlað að störfum á vettvangi ljúki fljótlega.

Uppfært 16:40

Mikill umferðarþungi er á götum í kringum Miklubraut, mbl.is hefur borist ábendingar um að verið sé að malbika Bústaðaveg milli Háaleitisbrautar og Grenásvegar sem skilar sér í auknum umferðarþunga. Þá var smávægilegt umferðaróhapp við Landspítalann í Fossvogi seinni partinn í dag sem hægði enn frekar á umferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert