Fundu göngukonuna heila á húfi

Göngukonan sem leitað var að eftir að hún varð viðskila við ferðafélaga sína í friðlandinu að Fjallabaki er fundin heil á húfi. 

Björgunarsveitir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á Suður­landi voru kallaðar út um há­deg­is­bil í dag til leit­ar að konunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík um klukkan hálf tvö til að aðstoð við leitina. 

Skyggni var takmarkað á leitarsvæðinu, eða um 150 metrar. 

Frétt mbl.is: Týnd á Fjallabaki

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um 40 björgunarsveitarmenn hafi tekið þátt í leitinni, en meðal annars var notað við hunda. Konan fannst skammt frá Hólaskjóli og nýtur nú aðhlynningar björgunarsveitafólks. Líðan hennar var ágæt, en rigning var á svæðinu og nokkuð dimm þoka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert