Segir brotalamir á skýrslunni

Hörður Arnarson.
Hörður Arnarson. mbl.is/Árni Sæberg

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir brotalamir hafa verið á vinnu verkefnisstjórnar á lokaskýrslu 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Hann segir að rammaáætlun hafi mikla þýðingu fyrir hag þjóðarinnar.

„Í þessu ferli erum við sem þjóð að taka mjög veigamiklar ákvarðanir um nýtingu og verndun auðlinda okkar, svo það er mikilvægt að vanda vel til verka. Við höfum bent á ákveðnar brotalamir sem við teljum hafa verið á þessari vinnu,“ segir Hörður í Morgunblaðinu í dag.

Bendir hann sérstaklega á að vinna hafi þurft verkið í mikilli tímaþröng, sem hafi haft veruleg áhrif á niðurstöðurnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert