Alþingi ekki ráðið við málið

Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingar
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingar Ómar Óskarsson

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá í umræðum á Alþingi í dag og sagði að ekki hefði verið tekið nægt tillit til þeirra athugasemda sem stjórnarskrárnefnd hefði borist. Þá væri skýr krafa þjóðarinnar um að vinnu stjórnlagaráðs yrði að leggja til grundvallar.

Valgerður Bjarnadóttir, fulltrúi Samfylkingar í stjórnarskrárnefnd, sagði að Alþingi hefði ekki ráðið við það verkefni að endurskoða stjórnarskrána. Það hefði stjórnlagaráð hins vegar gert, og að 64% þátttakenda í atkvæðagreiðslunni 20. október 2012 hefðu verið samþykk því að leggja þær tillögur til grundvallar. Lagði Valgerður áherslu á að stefna Samfylkingar væri sú að halda áfram með starf stjórnlagaráðs á næsta kjörtímabili.

Sagði hún sig ekki samþykka tillögunni þar sem of háir þröskuldar væru við þjóðaratkvæðagreiðslum, bæði hversu margir gætu krafist þeirra og þess hvaða málum mætti vísa í þjóðaratkvæði, en þar á meðal væru ýmis mál eins og mikilvægar þingsályktunartillögur. „Menn þykjast vera að opna fyrir þjóðaratkvæði, en útiloka um leið að þau mál sem umdeildust eru komist í þjóðaratkvæði. Þetta finnst mér hlægilegt, herra forseti.“

Valgerður sagði að gamaldags stjórnmál myndu ekki megna að breyta stjórnarskránni. Því þyrftu „nútímaleg öfl“ að sameinast um að halda áfram með vinnu síðasta kjörtímabils, og nefndi Valgerður sérstaklega nútímalegan mannréttindakafla, jafnan atkvæðisrétt allra landsmanna, persónukjör og upplýsingafrelsi og upplýsingarétt.

Í lokin sagði Valgerður að sér þætti yfirþyrmandi það viðhorf að smíði stjórnarskrár væri verkefni lögfræðinga og annarra í akademísku elítunni. Þolinmæði sín fyrir því væri allt að því þorrin. Stjórnarskráin væri vissulega grunnlög en ákvæði hennar þyrftu að vera á mannamáli og ákvæði hennar að endurspegla „þjóðarsálina“. Leyfði hún sér því að velta því fyrir sér hvort ekki væri betra að kalla listamenn til þeirra verka, þar sem þeir væru næmari á mannlegt eðli en lögfræðingar. Stjórnlagaráð hefði náð að fanga þann anda og því þyrfti að byggja á þeim grunni.

Núgildandi fyrirkomulag vonlaust

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og fulltrúi í stjórnarskrárnefndinni, tók næst til máls. Tók hún að mestu í sama streng og Valgerður, og lagði áherslu á að ætlunin með stjórnlagaráði hefði verið að gefa fólkinu í landinu tækifæri til þess að hafa áhrif á það ferli sem það væri að endurskoða stjórnarskrána. Það þyrfti því að vera trútt þeim grunni, og það væri stefna VG.

Katrín sagði að það væru sér vonbrigði hvað vinnan hefði gengið hægt í stjórnarskrárnefndinni, en um fimmtíu fundir voru haldnir í nefndinni. Hefði Katrín viljað að vinnan við nefndina hefði gengið það vel að hægt hefði verið að nýta bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinnar og kjósa um þessi fjögur ákvæði samhliða forsetakosningunum í sumar.

Taldi Katrín að eina rétta leiðin til að breyta stjórnarskránni væri sú að þingið afgreiddi breytingartillögur og að svo myndi þjóðin taka afstöðu til þeirra. Núgildandi fyrirkomulag væri vonlaust að sínu viti og setti óþarfa pressu á þessar breytingar. Auk þess væri eðlilegt að þjóðin kæmi að samþykkt grundvallarlaganna.

Katrín gagnrýndi eins og Valgerður þá þröskulda sem settir hefðu verið á þjóðaratkvæðagreiðslur. Allir hefðu hins vegar þurft að gefa nokkuð eftir í þeirri vinnu. Hins vegar hefði ekki verið nægjanlegur vilji til þess að vinna úr þeim umsögnum sem nefndinni hefðu borist um tillögurnar. Hún nefndi sem dæmi að í umhverfisákvæðinu væru tvær af þremur stoðum Árósasáttmálans teknar inn en ekki sú þriðja, þrátt fyrir að margar umsagnir hefðu borist þess efnis.

Þannig hefði ekki náðst samstaða um endanlegan frágang þessara tillagna, og þótti Katrínu sem að eðlilegt hefði verið að ræða frekar ýmis atriði hinna nýju ákvæða sem þarna væru lagðar fram. „Ég tel að það hefði verið affarasælast, í ljósi þess að við erum á stuttu þingi og kosningar fram undan, að geyma þessar tillögur. Mér er til efs að þingið muni ná að ljúka umfjöllun um þau atriði sem út af standa sem þessari nefnd hefur ekki tekist á fimmtíu og fjórum fundum,“ sagði Katrín og lagði til að í staðinn yrði breytingaákvæði stjórnarskrárinnar breytt til samræmis við tillögur stjórnlagaráðs.

„Þetta er engin málamiðlun!“

Aðrir stjórnarandstæðingar tjáðu sig einnig um efni frumvarpsins. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingar, sagði margt gott í tillögunum og nefndi þar sérstaklega auðlindaákvæðið, sem væri betra en nokkuð það sem áður hefði verið lagt fram. Hann tók þó fram að menn þyrftu að virða þann vilja sem komið hefði fram í atkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Menn þyrftu að spyrja sig hvernig þeir sæju fyrir sér að ljúka því ferli sem heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar væri.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var hins vegar mjög ósátt við ferlið sem stjórnarskrármálið hefði verið sett í og sagðist ekki hafa tekist betur til en svo að forsætisráðherra væri einn flutningsmaður að tillögunni. Fá þyrfti heildræna sýn, stjórnarskrá á mannamáli. Þetta væri hins vegar ekki leiðin. Þröskuldar þeir sem settir hefðu verið á þjóðaratkvæðagreiðslur í tillögunni væru til að mynda ólýðræðislegir að mati Feneyjanefndarinnar. Setja þyrfti því málið aftur í hendur þjóðarinnar; Alþingi væri ekki fært um að klára málið eins og það væri.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók í svipaðan streng og Birgitta. Þröskuldarnir væru að hans mati „andlýðræðislegir“. Hann kallaði eftir því að umræðu um tillögu stjórnlagaráðs yrði lokið á næsta þingi, en sú umræða hefði ekki enn farið fram. Gagnrýndi Helgi ferlið sem stjórnarflokkarnir hefðu farið með málið í. „Herra forseti, þetta er engin málamiðlun!“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Pennar
...
 
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...