Alþingi ekki ráðið við málið

Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingar
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingar Ómar Óskarsson

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá í umræðum á Alþingi í dag og sagði að ekki hefði verið tekið nægt tillit til þeirra athugasemda sem stjórnarskrárnefnd hefði borist. Þá væri skýr krafa þjóðarinnar um að vinnu stjórnlagaráðs yrði að leggja til grundvallar.

Valgerður Bjarnadóttir, fulltrúi Samfylkingar í stjórnarskrárnefnd, sagði að Alþingi hefði ekki ráðið við það verkefni að endurskoða stjórnarskrána. Það hefði stjórnlagaráð hins vegar gert, og að 64% þátttakenda í atkvæðagreiðslunni 20. október 2012 hefðu verið samþykk því að leggja þær tillögur til grundvallar. Lagði Valgerður áherslu á að stefna Samfylkingar væri sú að halda áfram með starf stjórnlagaráðs á næsta kjörtímabili.

Sagði hún sig ekki samþykka tillögunni þar sem of háir þröskuldar væru við þjóðaratkvæðagreiðslum, bæði hversu margir gætu krafist þeirra og þess hvaða málum mætti vísa í þjóðaratkvæði, en þar á meðal væru ýmis mál eins og mikilvægar þingsályktunartillögur. „Menn þykjast vera að opna fyrir þjóðaratkvæði, en útiloka um leið að þau mál sem umdeildust eru komist í þjóðaratkvæði. Þetta finnst mér hlægilegt, herra forseti.“

Valgerður sagði að gamaldags stjórnmál myndu ekki megna að breyta stjórnarskránni. Því þyrftu „nútímaleg öfl“ að sameinast um að halda áfram með vinnu síðasta kjörtímabils, og nefndi Valgerður sérstaklega nútímalegan mannréttindakafla, jafnan atkvæðisrétt allra landsmanna, persónukjör og upplýsingafrelsi og upplýsingarétt.

Í lokin sagði Valgerður að sér þætti yfirþyrmandi það viðhorf að smíði stjórnarskrár væri verkefni lögfræðinga og annarra í akademísku elítunni. Þolinmæði sín fyrir því væri allt að því þorrin. Stjórnarskráin væri vissulega grunnlög en ákvæði hennar þyrftu að vera á mannamáli og ákvæði hennar að endurspegla „þjóðarsálina“. Leyfði hún sér því að velta því fyrir sér hvort ekki væri betra að kalla listamenn til þeirra verka, þar sem þeir væru næmari á mannlegt eðli en lögfræðingar. Stjórnlagaráð hefði náð að fanga þann anda og því þyrfti að byggja á þeim grunni.

Núgildandi fyrirkomulag vonlaust

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og fulltrúi í stjórnarskrárnefndinni, tók næst til máls. Tók hún að mestu í sama streng og Valgerður, og lagði áherslu á að ætlunin með stjórnlagaráði hefði verið að gefa fólkinu í landinu tækifæri til þess að hafa áhrif á það ferli sem það væri að endurskoða stjórnarskrána. Það þyrfti því að vera trútt þeim grunni, og það væri stefna VG.

Katrín sagði að það væru sér vonbrigði hvað vinnan hefði gengið hægt í stjórnarskrárnefndinni, en um fimmtíu fundir voru haldnir í nefndinni. Hefði Katrín viljað að vinnan við nefndina hefði gengið það vel að hægt hefði verið að nýta bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinnar og kjósa um þessi fjögur ákvæði samhliða forsetakosningunum í sumar.

Taldi Katrín að eina rétta leiðin til að breyta stjórnarskránni væri sú að þingið afgreiddi breytingartillögur og að svo myndi þjóðin taka afstöðu til þeirra. Núgildandi fyrirkomulag væri vonlaust að sínu viti og setti óþarfa pressu á þessar breytingar. Auk þess væri eðlilegt að þjóðin kæmi að samþykkt grundvallarlaganna.

Katrín gagnrýndi eins og Valgerður þá þröskulda sem settir hefðu verið á þjóðaratkvæðagreiðslur. Allir hefðu hins vegar þurft að gefa nokkuð eftir í þeirri vinnu. Hins vegar hefði ekki verið nægjanlegur vilji til þess að vinna úr þeim umsögnum sem nefndinni hefðu borist um tillögurnar. Hún nefndi sem dæmi að í umhverfisákvæðinu væru tvær af þremur stoðum Árósasáttmálans teknar inn en ekki sú þriðja, þrátt fyrir að margar umsagnir hefðu borist þess efnis.

Þannig hefði ekki náðst samstaða um endanlegan frágang þessara tillagna, og þótti Katrínu sem að eðlilegt hefði verið að ræða frekar ýmis atriði hinna nýju ákvæða sem þarna væru lagðar fram. „Ég tel að það hefði verið affarasælast, í ljósi þess að við erum á stuttu þingi og kosningar fram undan, að geyma þessar tillögur. Mér er til efs að þingið muni ná að ljúka umfjöllun um þau atriði sem út af standa sem þessari nefnd hefur ekki tekist á fimmtíu og fjórum fundum,“ sagði Katrín og lagði til að í staðinn yrði breytingaákvæði stjórnarskrárinnar breytt til samræmis við tillögur stjórnlagaráðs.

„Þetta er engin málamiðlun!“

Aðrir stjórnarandstæðingar tjáðu sig einnig um efni frumvarpsins. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingar, sagði margt gott í tillögunum og nefndi þar sérstaklega auðlindaákvæðið, sem væri betra en nokkuð það sem áður hefði verið lagt fram. Hann tók þó fram að menn þyrftu að virða þann vilja sem komið hefði fram í atkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Menn þyrftu að spyrja sig hvernig þeir sæju fyrir sér að ljúka því ferli sem heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar væri.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var hins vegar mjög ósátt við ferlið sem stjórnarskrármálið hefði verið sett í og sagðist ekki hafa tekist betur til en svo að forsætisráðherra væri einn flutningsmaður að tillögunni. Fá þyrfti heildræna sýn, stjórnarskrá á mannamáli. Þetta væri hins vegar ekki leiðin. Þröskuldar þeir sem settir hefðu verið á þjóðaratkvæðagreiðslur í tillögunni væru til að mynda ólýðræðislegir að mati Feneyjanefndarinnar. Setja þyrfti því málið aftur í hendur þjóðarinnar; Alþingi væri ekki fært um að klára málið eins og það væri.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók í svipaðan streng og Birgitta. Þröskuldarnir væru að hans mati „andlýðræðislegir“. Hann kallaði eftir því að umræðu um tillögu stjórnlagaráðs yrði lokið á næsta þingi, en sú umræða hefði ekki enn farið fram. Gagnrýndi Helgi ferlið sem stjórnarflokkarnir hefðu farið með málið í. „Herra forseti, þetta er engin málamiðlun!“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Túlkun FME hamlandi fyrir atvinnulífið

11:21 GAMMA hefur mótmælt þröngri túlkun Fjármálaeftirlitsins á því hvort fjárfestingarsjóðum sé heimilt að fjárfesta í einkahlutafélögum en í lögunum er ekki lagt bann við slíkum fjárfestingum. Meira »

Fékk spritt í stað hægðarlosandi lyfs

11:20 Móðir 19 mánaða gamals drengs fékk afgreitt vitlaust lyf í apóteki og gaf honum Sólarspritt til inntöku í stað Sorbitol sem er hægðarlosandi lyf. Öndunarvegur drengsins lokaðist og hann hóstaði og kúgaðist. Foreldrar hans fóru beint með hann á bráðamóttökuna Meira »

Veiddu 630 tonn af makríl í nót

11:16 Tímamót urðu á dögunum þegar Börkur NK notaði nót við makrílveiðar í Síldarsmugunni en íslensk fiskiskip hafa ekki ekki beitt þeirri aðferð við veiðar á makríl frá því að þær hófust fyrir alvöru fyrir um áratug síðan. Meira »

Skerpa þarf á skilningi um hatursorðræðu

10:41 „Við þurfum að sýna hugrekki og þor og taka umræðuna,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, um hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Þorsteinn hélt opnunarávarp á ráðstefnu Æskulýðsvettvangsins um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem stendur nú yfir í Hörpu. Meira »

Þarf að láta kjósa sig inn á hvern fund

10:18 Theódóra Þorsteinsdóttir frétti af opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fjölmiðlum og nefndin þurfi að kjósa um hvort hún fengi að sitja fundinn. Hún hefur látið nefndarritara vita af áhuga flokksins á að sitja fundi tengda málinu og óskað eftir fundarboðum. Meira »

Lækkun á fasteignaskatti eldri borgara

10:11 Afsláttur á fasteignaskatti ellilífeyris- og örorkuþega mun aukast umtalsvert á komandi ári, samkvæmt tillögu sem bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær. Meira »

Próflaus á 141 km hraða

09:36 Tæplega fertugur ökumaður sem mældist aka á 141 km hraða á Reykjanesbraut í gær hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta var í annað sinn sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum undir stýri. Meira »

Þörf á nýju rannsóknaskipi

10:10 Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lagði af stað í loðnuleiðangur í gær sem er 11 dögum seinna en áætlað var. Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að ástæða seinkunarinnar hafi verið bilun í einni af þremur stjórntölvum fyrir vélar skipsins. Meira »

Fórnarlambið á fimmtugsaldri

09:33 Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöldi, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Meira »

Ósonið gerir gæfumuninn

09:27 Eldislausnir eru stærsta þjónustufyrirtæki fyrir landeldi á Íslandi og býður alhliða lausnir fyrir fiskeldi. Eldislausnir eru í eigu þriggja fyrirtækja sem öll búa yfir mikilli þekkingu og reynslu úr fiskeldi og vinnu fyrir sjávarútveg. Meira »

Fá þrjú þúsund evrur vegna PIP-brjóstapúða

09:16 Meirihluti 200 íslenskra kvenna sem höfðuðu hópmálsókn gegn eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland fékk í gær greiddar bætur að fjárhæð þrjú þúsund evrur sem samsvarar rúmlega 386 þúsund krónum. Meira »

GAMMA sektað um 23 milljónir

08:52 Fjármálaeftirlitið og GAMMA Capital Management hf. hafa gert samkomulag um sátt vegna brots GAMMA sem viðurkenndi að hafa fimm sinnum brotið gegn lögum um verðbréfasjóði með því að fjárfesta í eignarhlutum í einkahlutafélögum fyrir hönd fjárfestingarsjóða í rekstri málsaðila og tilkynna ekki FME. Meira »

Þór Saari tekur þátt í prófkjöri Pírata

08:43 Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, ætlar að taka þátt í prófkjöri Pírata sem fram fer síðar í mánuðinum.  Meira »

„Mikill kraftur í Vestmannaeyjum“

08:18 „Stjórn fyrirtækisins hafði samband við mig og bauð mér ritstjórastólinn. Ég var búin að koma hugmyndum mínum á framfæri við hana og þeim var vel tekið,“ segir Sara Sjöfn Grettisdóttir, nýr ritstjóri Eyjafrétta frá 1. september sl. Meira »

Fjölgun mála með ólíkindum

07:57 „Það er með ólíkindum hvað koma mörg mál til okkar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar en mjög mikil fjölgun hefur orðið á erindum og verkefnum sem koma inn á borð Persónuverndar. Meira »

Ofanflóðagarðar vígðir í Neskaupstað

08:27 Ný ofanflóðamannvirki á Tröllagiljasvæðinu í Neskaupstað voru vígð við hátíðlega athöfn í vikunni. Framkvæmdirnar voru unnar á árunum 2008 til 2017. Áhersla var lögð á að þær féllu sem best að umhverfinu og stuðluðu að bættri aðstöðu til útivistar. Meira »

Innkalla Mitsubishi Pajero

08:11 Hekla hefur tilkynnt innköllun á Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012 vegna öryggispúða frá framleiðandanum Takata. Málmflísar eru sagðar geta losnað úr púðahylkinu og valdið meiðslum en engin slík tilfelli hafa komið upp hér á landi eða í Evrópu. Meira »

Drengirnir ekki komnir inn í framhaldsskóla

07:49 Enn eru tveir fatlaðir 16 ára drengir ekki komnir með skólavist í framhaldsskóla nú í haust. Eins og komið hefur fram í fréttum var þeim báðum synjað um skólavist vegna plássleysis. Meira »
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...