Árangurinn er óviðunandi

Aðeins um 5,7% innheimtust af álögðum sektum og sakarkostnaði árið …
Aðeins um 5,7% innheimtust af álögðum sektum og sakarkostnaði árið 2014, að því er fram kemur í endurskoðun ríkisreiknings 2014. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Aðeins 5,7% munu innheimtast af álögðum sektum og sakarkostnaði árið 2014, að því er fram kemur í endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2014.

Í lögum um fullnustu refsinga sem samþykkt voru í vor voru innheimtuheimildir rýmkaðar en einnig kveðið á um að starfshópur á vegum innanríkisráðuneytis skilaði af sér tillögum og lagafrumvarpi um útfærslu innheimtuheimilda. Starfshópurinn, sem á að skila af sér 1. október næstkomandi, hefur ekki verið stofnaður.

„Mér finnst alveg ótækt að ríkissjóður verði af þessum tekjum sem búið er að dæma fólk til að greiða. Sérstaklega í ljósi þess að það er svo mikil biðröð í fangelsi landsins til að fullnusta refsingar að núverandi ákvæði eru að verða óvirk,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert