Ferðaviðvaranir í til Íslands

Úr yfirlitsflugi yfir Mýrdalsjökul fyrir nokkrum dögum.
Úr yfirlitsflugi yfir Mýrdalsjökul fyrir nokkrum dögum. Ljósmynd/Reynir Ragnarsson

Eftir gosið í Eyjafjallajökli eru erlendir fjölmiðlar vakandi yfir hverjum þeim tíðindum sem berast af skjálftavirkni frá Íslandi og getgátum um hugsanlegt gos eða ekki gos. Þannig hefur skjálftavirknin í Kötlu undanfarið og umræður um að Katla sé ef til vill komin á tíma ratað í fréttir ytra og sumir fjölmiðlar færa hressilega í stílinn. Í einum stærsta fjölmiðli Danmerkur, Express, birtist flennistórum stöfum á vefsíðu blaðsins í gær; „FERÐAVIÐVÖRUN: Íslenska eldfjallið Katla á barmi þess að gjósa vekur upp áhyggjur af flugsamgöngum.“ Í fréttinni er sjónum einkum beint að Bretum sem þurfi að gjalda fyrir það ef ótti vísindamanna reynist réttur; Að Katla, nefnd eftir illu trölli, sé að fara að gjósa. 

Í gærdag birti Daily Mail sams konar fyrirsögn, líka í hástöfum: „ÖSKUSKÝ – VIÐVÖRUN. Milljóna breskra ferðamanna bíður ferðaöngþveiti eftir viðvaranir um að íslenskt eldfjall sé að fara að gjósa.“ Svipuð frétt birtist á Sun og gula pressan tekur dýpst í árina og segir fólki hreinlega að hætta að ferðast til Íslands.

Aðrir fjölmiðlar, um allan heim, flytja líka fréttir um hugsanlegt Kötlugos þótt ferðaviðvaranir fylgi ekki og umfjöllunin sé hófstilltari. Engu að síður bregður þeim línum oft fyrir að líklegt sé að gos verði og viðbúnaðarstig sé. 

En hvaða áhrif hefur þessi fréttaflutningur og er eitthvað hægt að gera þegar villandi fyrirsagnir og jafnvel ferðaviðvaranir birtast? Setur Íslandsstofa sig til dæmis í samband við einstaka fjölmiðla ef fyrirsagnirnar eru villandi?
„Við höfum ekki gert það hingað til. Það þarf að skoða það vel hvort það borgi sig að senda eitthvað að fyrra bragði því það getur líka vakið meiri umfjöllun. Þar sem skjálftavirkninni hefur verið að ljúka ákváðum við að senda enga yfirlýsingu að fyrra bragði eins og stendur en við fylgjumst samt vel með umfjölluninni og ef hún fer á flug grípum við til aðgerða,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.

Sigríður Dögg segir allt öðruvísi umhorfs á Íslandi en þegar Eyjafjallajökull gaus, bæði hvað varðar ferðamannaiðnaðinn og þekkinguna til að bregðast við umfjöllun um Ísland. 

„Það krísuástand sem skapaðist þá þjappaði okkur í ferðaþjónustunni betur saman og gerði það að verkum að við erum mun betur búin undir óvæntar aðstæður eins og eldgos. Við erum með aðgerðaáætlun og það yrði allt annað ástand.
Innviðir greinarinnar eru líka allt aðrir nú en þá, þar sem við erum með svo miklu fleiri ferðamenn og sterkari grein. Það yrði ekkert fát því við höfum lært af reynslunni.“

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út um helgina. 

Bloggað um fréttina

Innlent »

Táknmál í útrýmingarhættu

20:30 Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu, að mati Samtaka heyrnarlausra. Þetta segir Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum við Háskóla Íslands. Meira »

90 milljónir til 139 verkefna

20:16 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra úthlutaði í dag rúmlega 90 milljónum króna í styrki úr lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna. Meira »

Útskrifast með 9,01 í meðaleinkunn

20:00 Alls brautskráðust níu nemendur úr mekatróník hátæknifræði og úr orku- og umhverfistæknifræði í dag þegar brautskráning fór fram í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Meira »

Skyrpartý í Heiðmörk

19:45 Ísey-skyr er nýtt alþjóðlegt vörumerki fyr­ir ís­lenskt skyr sem Mjólkursamsalan kynnti með pomp og prakt undir berum himni í Heiðmörk í gær. MS selur nú 100 milljónir skyrdósa erlendis og stefnir í tvöföldun þess á næstu árum. Meira »

Fimm fá rúma 61 milljón króna

19:43 Fyrsti vinningur EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en það gerði hins vegar annar vinningurinn og fá fimm heppnir spilarar rúmar 61 milljónir króna í sinn hlut. Vinningsmiðarnir voru keyptir annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Noregi. Meira »

Allt á floti á Eskifirði

19:33 „Það er alveg gríðarlega mikil rigning og vatnsveður og það hefur bara hlaupið í ána,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, í samtali við mbl.is. Verktakar á Eskifirði vinna nú hörðum höndum að því að bjarga nýlega byggðri brú sem liggur yfir Hlíðarendaá sem rennur í gegnum bæinn. Meira »

Kúnstin að auðga útilíf fjölskyldunnar

19:30 Þær hafa brennandi áhuga og ástríðu fyrir útivist. Áhugi Pálínu Óskar Hraundal hverfist um útilíf fjölskyldunnar í hversdagsleikanum, en háfjallamennska og krefjandi gönguferðir hafa heillað Vilborgu Örnu Gissurardóttur. Meira »

Ímyndunaraflið eina takmarkið

19:32 Bjarni Örn Kristinsson er einn örfárra Íslendinga sem hafa lokið grunnnámi frá Massachusetts Institute of Technology (MIT) sem hefur verið talinn besti háskóli heims samkvæmt QS University Ranking. Meira »

Réttindalaus með bilaða bakkmyndavél

19:00 Skipstjóri hjólabáts, sem bakkað var á kanadíska fjölskyldu við Jökulsárlón í ágúst 2015 með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til stýra bátnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Meira »

„Ólögmæt og óréttlát staða“

18:26 „Það er auðvitað grafalvarleg staða að framkvæmdavaldið ákveði að virða niðurstöðu dómstóla að vettugi,“ segir Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Áslaugar Ýrar Hjartardóttur sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna mismununar. Meira »

Festu bílinn en fyrstar í mark

18:13 „Við stefndum alltaf að því að vera í fyrsta,“ segir Lilja Birgisdóttir, liðsstjóri Team Arctica Finance sem kom fyrst kvennaliða í mark í B-flokki WOW Cyclothon í dag. Liðið kláraði keppni á tímanum 43:44:49 og eru liðskonur afar ánægðar með árangurinn þótt ýmsar uppákomur hafi orðið á leiðinni. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum

18:07 Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að móðir stúlknanna krefji hann samtals um þrjár milljónir í miskabætur vegna brotanna gegn dætrum þeirra. Meira »

Miklar tafir vegna umferðarslyss

17:47 Miklar tafir hafa orðið á umferð á Vesturlandsvegi frá höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhapps á Kjalarnesi þar sem tvær bifreiðar lentu saman. Meira »

„Svefnleysið fer með mann“

17:02 „Svefnleysið er það sem fer með mann,“ segir Snorri Páll Guðbjörnsson sem var í liði VÍS sem kom í mark í Cyclothoni WOW um tvöleytið í dag. Hann var að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti líkt og aðrir í liðinu og segir hana hafa verið mikla þolraun. Meira »

Þorskkvótinn aukinn

16:12 Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að aflamark í þorski verði aukið í 255.172 tonn á næsta fiskveiðiári, en kvótinn á yfirstandandi ári er 244.000 tonn. Ráðherra fylgir veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem lagði til aukinn afla í mikilvægum tegundum, s.s. þorski og ýsu. Meira »

Frestur til að leggja fram greinargerð

17:38 Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, óskaði í dag, í Héraðsdómi Reykjavíkur, eftir fresti til að skila greinargerð í umboðssvika- og inn­herja­svika­máli sem Hreiðar er ákærður í og tengist einka­hluta­fé­lag­inu Hreiðari Má Sig­urðssyni ehf. Meira »

Undirbúa stofnun Háskólaseturs Austfjarða

16:16 Fjarðabyggð hefur hafið samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu í þágu menntamála á Austfjörðum og er undirbúningur að stofnun Háskólaseturs Austfjarða stærsti þátturinn í því verkefni. Meira »

Lýst eftir Sólrúnu Petru

16:04 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sólrúnu Petru Halldórsdóttur. Sólrún er 16 ára gömul, grannvaxin og um 166 cm á hæð.   Meira »

Wow Cyclothon

Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 321.300,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Borðstofustólar til sölu
Til sölu 25 stk. borðstofustólar, seljast helst saman. 2.000 kr. stk. eða tilbo...
Honda SLR 650
Til sölu Honda SLR 650. Árg. 1998 Ekið rúml. 25 þús., vel með farið. Verð 350...
Skoda Octavia. 2015 - EK 28þús. METAN/BENSÍN. Tilboð
Til sölu Skoda Octavia árg. 2015, beinsk., ekinn 28 þús, metan/bensín. Verð 3.10...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...