Óskuðu eftir hæli á Breiðdalsvík

Hælisleitendurnir komu til Breiðdalsvíkur í morgun.
Hælisleitendurnir komu til Breiðdalsvíkur í morgun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tveir piltar frá Alsír og Marokkó komu til Breiðdalsvíkur í morgun og óskuðu þar eftir hæli á Íslandi.

Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum höfðu þeir komið með Norrænu til landsins og farið til Breiðdalsvíkur á puttanum og fótgangandi um 120 kílómetra leið.

Piltarnir munu fá viðeigandi málsmeðferð í samstarfi við Útlendingastofnun.

Sökum aldurs voru barnaverndaryfirvöld einnig upplýst um þeirra hagi en piltarnir sögðust vera 16 og 17 ára gamlir.

Töluvert margir hælisleitendur komu til landsins með Norrænu í vor en síðan þá hefur verið lítið um slíkar heimsóknir, að sögn lögreglunnar.

Piltarnir komu til landsins með Norrænu.
Piltarnir komu til landsins með Norrænu. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert