Gæsluvarðhald yfir bræðrunum framlengt

Mennirnir þurfa að sætta sig við lengri dvöl í klefanum.
Mennirnir þurfa að sætta sig við lengri dvöl í klefanum. Brynjar Gauti

Héraðsdómur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir þeim sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni sem átti sér stað í Fella­hverfi í Breiðholti í ágústmánuði. Ákvörðunin er sögð byggja á almannahagsmunum. 

Annar maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 24. september en hinn verður til 7. október. Ekki fengust upplýsingar hjá lögreglu um það hvers vegna mennirnir verða mislengi í haldi. Mennirnir tveir eru bræður og er annar 29 ára en hinn 28 ára. 

Í skotárásinni var afsögðuð hagla­byssa notuð til þess að skjóta m.a. á rauða bif­reið. Fyrir tæpum mánuði fann lögreglan í ruslageymslu fjölbýlishúss afsagaða haglabyssu með blóðkámi sem talin er hafa verið notið í árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert