„Höfum verulegar áhyggjur af þessu“

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum verulegar áhyggjur af þessum kjarnorkutilraunum og fordæmum þær harðlega,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra í samtali við mbl.is vegna kjarnorkutilraunar Norður-Kóreu en þarlend stjórnvöld hafa staðfest að þau hafi sprengt kjarnorkusprengju í gær.

„Þetta er fimmta kjarnorkutilraunin sem þeir fara í á tíu árum og brýtur í bága við ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ég geri fastlega ráð fyrir að Öryggisráðið komi saman í tilefni af þessum tilraunum. Og við höfum bara verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Lilja. en hún bjó um tíma í Suður-Kóreu og þekkir fyrir vikið vel til stöðu mála á Kóreuskaga.

„Þetta mun leiða til aukins óstöðugleika á Kóreuskaganum. Það er sorglegt að bera saman kjörin í þessum tveimur ríkjum. Þannig eru kjör Norður-Kóreubúa aðeins 5% af kjörum nágranna þeirra í suðri. Þetta skýrist einungis af ólíku stjórnarfari og ólíkri hagskipan,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert