Regnbogasilungur í ám á Vestfjörðum

Regnbogasilungur
Regnbogasilungur Ljósmynd/Jóhann

Fiskistofa fékk tilkynningu á mánudaginn í síðustu viku um að eldisfiskur hefði veiðst í Mjólká í Arnarfirði. Eftirlitsmaður stofnunarinnar staðfesti að um regnbogasilung væri að ræða og fyndist hann í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Regnbogasilungur er notaður í fiskeldi og er ekki náttúrulegur í íslenskum ám. Fiskeldismönnum ber að tilkynna slys sem verða af þessu tagi en engar slíkar hafa borist til Fiskistofu.

Landssamband fiskeldisstöðva hefur haft samband við stærstu stöðvarnar og kannast stjórnendur þeirra ekki við að fiskur hafi sloppið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert