Ferðamenn hætt komnir við Gróttuvita

Einn ferðamannanna féll í sjóinn eins og sjá má á …
Einn ferðamannanna féll í sjóinn eins og sjá má á þessari mynd Mynd/Pétur Jónsson

Talsverður fjöldi erlendra ferðamanna var hætt kominn við Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld þegar þeir heimsóttu vitann en pössuðu sig ekki á flóðinu. Þegar fólkið reyndi að komast í land var sjórinn kominn nokkuð hátt upp að grjótgarðinum sem liggur út í vitann og brim skall yfir ferðamennina og féll einn þeirra í sjóinn. Allir komust þó óskaddaðir í land að lokum.

Pétur Jónsson var staddur við Gróttu um klukkan 18 í kvöld og varð vitni að atvikinu, en einn ferðamannanna hrasaði á grjótgarðinum og féll í sjóinn þannig að aðeins höfuð hans stóð upp úr. 

Meðfylgjandi eru myndir sem Pétur tók í kvöld.

Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
Mynd/Pétur Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert