Milljarður í að breikka brýr

Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir milljarð vera settan í að fækka …
Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir milljarð vera settan í að fækka einbreiðum brúm. mbl.is/ Árni Sæberg

Fjárveiting til að breikka eða skipta út einbreiðum brúm verður aukin um milljarð frá upphaflegu frumvarpi að samgönguáætlun, samkvæmt tillögum stjórnarflokkanna. RÚV hefur eftir innanríkisráðherra að fjármagn verði aukið töluvert í vegakerfið í heild, en stjórnvöld viti þó að gera verði betur 

39 einbreiðar brýr eru á hringveginum í dag en fimm þeirra hverfa á næstu fjórum árum. Fram kom í fréttum í gær að ef fyrirhuguð fjárveiting í að breikka þær stæði í stað tæki það tæp 50 ár.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir þetta standa til bóta. „Núna erum við að setja milljarð í að fækka einbreiðum brúm, erum að bæta verulega í. Síðan sjáum við fram á eina stóra framkvæmd við Hornafjörð, við þekkjum að það eru stórar einbreiðar brýr þar, sem verður til þess að við losnum við nokkrar slíkar í leiðinni. En auðvitað vitum við það að tíminn sem það tekur að gera vegakerfið á þann hátt sem við viljum hafa það er því miður langur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert