Læra á lífið í krílahvolpatíma

Fyrstu mánuðirnir í lífi hvolps eru mikilvægir og þá er mikilvægt að undirbúa hann fyrir lífið framundan. Moli og nokkrir aðrir hvolpar voru önnum kafnir í þessum undirbúningi þegar mbl.is kom við í krílahvolpatíma í Hundaakademíunni á dögunum þar sem þeir eru settir í aðstæður sem nauðsynlegt er að venja þá við. 

Þetta gera þeir í svokallaðri upplifunarbraut þar sem sjón og heyrn ásamt lyktar- og snertiskynfærum eru örvuð. Hvolparnir fara í gegnum þrautir og hindranir sem styrkja sjálfstraustið og samband við eigendur. Á meðan þeir gera það eru þeir alveg einstaklega krúttlegir sem var auðvitað aðalástæðan fyrir heimsókninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert