Viðgerðir greiddar af ferðamönnum

Nú standa yfir viðgerðir á steypuskemmdum á hliðarálmum Hallgrímskirkju sem áætlað er að kosti í kringum 60 milljónir króna. Aukin aðsókn ferðamanna upp í turn kirkjunnar gerir viðgerðirnar mögulegar en enn er verið að borga af 500 milljón króna viðgerðum á turni kirkjunnar fyrir átta árum síðan.

Starfsmenn kirkjunnar segja að háannatíma fari um 2-3000 ferðamenn upp í turn kirkjunnar á degi hverjum en gjaldið fyrir það eru 900 krónur. Á slíkum dögum geta tekjur af lyftuferðum upp í turninn numið allt að 2,7 milljónum króna. Ekki veitir af þeim því eftirstöðvar af lánum sem tekin voru fyrir viðgerðunum á árunum 2008-9 nema eru nú ríflega 400 mílljónir króna. 

Á austurhvelfingu kirkjunnar má sjá að raki er einnig farinn að skemma steypuna en ekki verður farið í að gera við þær skemmdir að svo stöddu. Kirkjan sem var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og var byrjað að reisa hana árið 1945 en verkinu lauk ekki fyrr en árið 1986. 

mbl.is kíkti á framkvæmdirnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert