Ræða um stjórnmálin almennt

Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir að á fundi þingflokksins sem hefjast átti núna klukkan eitt verði rætt um stjórnmálin almennt og það sem framundan er hjá Framsóknarflokknum. Boðað var til fundarins með litlum fyrirvara og samkvæmt heimildum mbl.is á að ræða stöðu flokksins.

Aðspurður hvort ræða eigi stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson og forystu flokksins segir Gunnar Bragi það ekki umræðuefni fundarins. „Ekkert sérstaklega, verður bara rætt almennt um stjórnmálin, flokkinn og það sem er framundan,“ segir hann og bætir við að það hafi verið vilji flestra þingmanna til að hittast og ræða málin saman.

Gunnar Bragi vildi ekki tjá sig um afstöðu sína til forystu flokksins og Sigmundar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert