Vopnaða ránið á Hjarðarhaga upplýst

Búið er að upplýsa vopnaða ránið sem var framið í versl­un 10-11 á Hjarðar­haga í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur rétt fyr­ir klukk­an níu í gærkvöldi. Að sögn Jó­hanns Karls Þóris­son­ar aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns er þessa stundina verið að ljúka yfirheyrslum yfir manninum, sem áður hefur komið við sögu lögreglu.

Maðurinn kom inn í versl­un­ 10-11 með klút fyr­ir vit­um sér  í gærkvöldi og ógnaði starfs­fólki með hnífi. Rannsóknarlögregla og tæknideild lögreglunnar var samstundis send á vettvang og glöggir lögreglumenn könnuðust við manninn á myndbandsupptökum úr versluninni. Maðurinn var handtekinn seint í gærkvöldi og látin gista í fangageymslu í nótt.

Hann verður látinn laus að loknum yfirheyrslum og fer málið í hefðbundið ferli innan dómskerfisins.

Frétt mbl.is: Vopnað rán á Hjarðarhaga

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert