Fengu að prófa endurlífgun

Nokkur tólf ára börn fengu tækifæri til þess að framkvæmda endurlífgun á Hilton í dag, en þar stendur nú yfir alþjóðleg ráðstefna um endurlífgun. „Skyndilegt hjartastopp er þriðja algengasta dánarorsökin í iðnríkjum heimsins í dag á eftir hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini,“ segir í tilkynningu um ráðstefnuna.

„ Í Evrópu og Bandaríkjunum deyja um 700.000 árlega af völdum hjartastopps utan spítala vegna ófullnægjandi endurlífgunartilrauna en það gera 2.000 dauðsföll á dag. Að kenna almenningi endurlífgun getur því dregið verulega úr ótímabærum dauðsföllum af völdum hjartastopps. Rannsóknir sýna að fækka má dauðsföllum um 200.000 í Evrópu og Bandaríkjunum á hverju ári ef almenningur veitir endurlífgun í meira mæli og því þarf að efla endurlífgunarfræðslu svo um munar. Besta leiðin til þess að ná til sem flestra er að byrja að kenna endurlífgun í grunnskólum og viðhalda svo þekkingunni með reglulegum námskeiðum.“

Losun á aðskotahlut hjá fullorðnum:

Losun á aðskotahlut hjá ungum börnum:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert