Stórmynd í Djúpavík

Djúpavík. Hótelið er fyrir löngu frátekið vegna kvikmyndatökunnar í næsta …
Djúpavík. Hótelið er fyrir löngu frátekið vegna kvikmyndatökunnar í næsta mánuði. Víða annars staðar hefur verið spurst fyrir um möguleika á gistingu. mbl.is/Árni Sæberg

Tökur á hluta kvikmyndarinnar Justice League fara fram í Djúpavík í næsta mánuði og hvílir mikil leynd yfir verkefninu.

Myndin er sögð ein sú allra dýrasta sem framleidd hefur verið og skartar hún stórleikurum á borð við Ben Affleck sem fer með eitt aðalhlutverka í myndinni.

Í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að búist er við um 200 gestum í Árneshrepp í næsta mánuði, en áætlað er að aðaltökudagar verði þrír til fjórir. Öll hótelherbergi í Djúpavík hafa verið frátekin vegna kvikmyndatökunnar, en einnig má reikna með að húsbílar og sumarhús verði notuð undir gestina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert