Fái ekki lengur ókeypis lóðir

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Styrmir Kári

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um Kristnisjóð þess efnis að ákvæði um að sveitarfélög skuli útvega lóðir undir kirkjur á endurgjalds falli brott. Ákvæðið hefur verið túlkað á þann veg að trúfélögum almennt stæði slíkt til boða.

„Flutningsmenn frumvarps þessa telja ákvæðið barn þess tíma þegar trúarskoðanir og fyrirkomulag trúar- og lífsskoðunarfélaga voru talsvert einsleitari en nú er raunin. Flutningsmenn telja enn fremur engin góð rök standa fyrir því að sveitarfélögum sé gert skylt að láta af hendi lóðir án endurgjalds til trúfélaga frekar en annarra félaga,“ segir í greinargerð með frumvarpinu.

Fyrsti flutningsmaður er Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert