„Það stærsta sem ég hef gert“

„Þetta er það stærsta sem ég hef tekið þátt í,“ segir listneminn Birkir Sigurðsson um verkefni sem hann sinnir ásamt öðrum listnemum með þroskahamlanir í tengslum við kvikmyndahátíðina RIFF sem hefst í dag. Hópurinn gerði fjórar súrrealískar stuttmyndir sem byggja á draumum undir handleiðslu bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Lee Lynch.

Það var List án landamæra hópurinn sem stendur að verkefninu í samvinnu við sambærileg samtök í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku og komu handritin þaðan. mbl.is kom við á vinnustofu hópsins í Myndlistarskóla Reykjavíkur í dag og kíkti stuttlega á myndirnar ásamt því að ræða við listnemana.

Hér má sjá nánari upplýsingar og sýningartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert