Breyta þarf básafjósum

Ákvæði reglugerðar um velferð nautgripa á að taka gildi á morgun. Hún kallar á breytingar á mörgum básafjósum. Landssamband kúabænda hefur óskað eftir frestun á gildistöku ákvæðanna.

Samkvæmt reglugerð frá 2014 verður bannað að halda kýr í básafjósum eftir 20 ár. Talið er að helmingur fjósa sé hefðbundin básafjós og telur Landssamband kúabænda að það kosti 20 milljarða að byggja ný lausagöngufjós í staðinn.

Fram til þess tíma þurfa básafjósin að uppfylla ákveðin lágmarksskilyrði um stærð bása og fleira. Mesta breytingin felst í því að allir básar þurfa að vera 110 sentímetra breiðir, fimm cm breiðari en fyrri reglur kváðu á um, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert