Safna 10 milljón birkifræjum

Fallegir birkilundir eru farnir að myndast þótt aðeins séu tíu …
Fallegir birkilundir eru farnir að myndast þótt aðeins séu tíu ár frá því Hekluskógaverkefninu var hleypt af stokkunum. Um 2,7 milljónir trjáplantna hafa verið gróðursettar á þessu árum, auk sáningar fræs. Ljósmynd/Hreinn Óskarsson

Hekluskógar safna birkifræi í haust, eins og undanfarin ár, til að sá í það mikla landflæmi sem verkefnið hefur undir.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hreinn Óskarsson, skógfræðingur og verkefnisstjóri, Hekluskógar gjarnan þiggja fræ frá almenningi. Fræin eru nú orðin þroskuð og auðvelt að safna þeim af trjánum.

Hekluskógar hafa notið liðsinnis sjálfboðaliða við að safna fræi í Þjórsárdal, Gunnarsholti og víðar og hafa skólahópar verið einna drýgstir. Vegna niðurskurðar í skólamálum hefur þeim ferðum fækkað. Eitthvað er um að nemendur hafi í staðinn farið í trjáreiti eða skóga í nágrenni sínu til fræsöfnunar.

Hekluskógar hafa fengið 25-50 kíló af birkifræi á hverju ári. Í því gætu verið rúmlega 10 milljónir fræja. Því er sáð á völdum stöðum vor og haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert