Samkeppni um aðstöðu við Hengifoss

Hengifoss er vinsæll viðkomustaður ferðamanna.
Hengifoss er vinsæll viðkomustaður ferðamanna.

Fljótsdalshreppur hefur í samvinnu við Arkitektafélag Íslands auglýst hönnunarsamkeppni um aðstöðubyggingu fyrir ferðamenn við Hengifossá í Fljótsdal.

Markmið samkeppninnar er að fá fram góða lausn til þess að bæta aðstöðu ferðafólks á svæðinu og um leið að stuðla að vernd náttúruperlna og umhverfis þeirra. Samkeppnin tekur því einnig til nánasta umhverfis byggingarinnar og tillagna um hvíldar- og útsýnisstaði, hlið og merkingar.

Hengifoss í Fljótsdal er einn vinsælasti og fjölfarnasti ferðamannastaður á Austurlandi með gljúfri sínu og stuðlaberginu við Litlanesfoss í sömu á. Gert er ráð fyrir að í það minnsta 70 þúsund manns hafi gengið að Hengifossi á þessu ári, segir í tilkynningu. Göngustígar og önnur aðstaða fyrir ferðamenn hefur ekki byggst upp í samræmi við fjölgun ferðamanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert