Taldi ekki fram gjafalán og aflandsfé

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði Ómar Óskarsson

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2006 og 2007. Með því lét hann undir höfuð leggjast að telja fram á skattaframtali sínu gjöf í formi láns frá félagi í hans eigu að fjárhæð 30 milljónir og tekjur upp á rúmlega 12 milljónir frá aflandsfélagi.

Samtals var vangreiddur tekjuskattur og útsvar vegna þessara tveggja atriða 16,1 milljón króna. Segir í ákærunni að brotin varði almenn hegningarlög og er farið fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert