Boðið í kaffi á Bessastöðum

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur á móti Adam Williams …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur á móti Adam Williams og Catherine Janes á fimmtudag. . mbl.is/Júlíus

Breski lögreglumaðurinn Adam Williams, sem var boðið hingað til lands í kjölfar þess að hann var stunginn eftir leik Íslands og Frakklands á EM í sumar, mun hitta forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á fimmtudaginn.

Williams var á leikn­um ásamt Cat­her­ine Janes kær­ustu sinni, en eft­ir leik­inn fóru þau á bar við lest­ar­stöðina Gare du Nord. Þar varð Adam fyr­ir til­efn­is­lausri árás, en árás­armaður­inn stakk hann tvisvar með hníf.

Í kjölfarið ákváðu íslenskir stuðningsmenn að bjóða Williams og Jane til Íslands en þau komu hingað í gær.

Williams og Janes dvelja hér á landi í átta daga og munu sjá leiki Íslands í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu, gegn Finnlandi og Tyrklandi, á Laugardalsvelli. Auk þess munu þau skoða landið og sækja forsetann heim.

Örnólfur Thorsson, forsetaritari, staðfesti í samtali við mbl.is að Williams og Janes séu væntanleg í kaffi á Bessastöðum seinni partinn á fimmtudaginn.

Williams var stunginn fyrir leik Íslands og Frakklands á EM …
Williams var stunginn fyrir leik Íslands og Frakklands á EM í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert