Framkvæmdir við hótel stöðvaðar

Nýja hótelið er komið vel af stað og á að …
Nýja hótelið er komið vel af stað og á að opna það næsta sumar. mbl.is/Birkir Fanndal

Skútustaðahreppur, að beiðni Umhverfisstofnunar, hefur stöðvað framkvæmdir við byggingu 90 herbergja hótels við Mývatn á vegum Íslandshótela, sem reka keðju Fosshótela um landið. Framkvæmdir hófust í lok maí sl. og voru vel á veg komnar.

Alls er um milljarða króna framkvæmd að ræða og því miklir hagsmunir í húfi. Verkkaupinn er Kaupgarður, fasteignafélag í eigu Íslandshótela.

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er það einkum tvennt sem upp á vantar með framkvæmdina. Í fyrsta lagi liggi fyrir að Skipulagsstofnun eigi eftir að meta hvort um matsskylda framkvæmd sé að ræða og í öðru lagi þurfi að sækja um leyfi til Umhverfisstofnunar, samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár. Ekki sé hægt að gefa út leyfi fyrr en afgreiðsla Skipulagsstofnunar liggi fyrir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert