Skjálfti upp á 3,7 stig

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti af stærð 3,7 varð klukkan 08:22 í morgun í norðan verðri Bárðarbunguöskjunni. Nokkrir eftirskjálftar fylgdi í kjölfarið, sá stærsti var 3,0 að stærð. Rúmlega sex í morgun mældist síðan skjálfti upp á 2,9 stig 7,7 km austur af Bárðarbungu.

Bjarki Friis, sérfræðingur á jarðvársviði Veðurstofunnar, segir að ekki hafi mælst stórir skjálftar í Bárðarbunguöskjunni síðan í morgun en fylgst sé grannt með þróun mála. Jarðskjálftar séu algengir á þessum slóðum og í september hafi mælst skjálftar upp á 3 stig á þessum slóðum.

Rétt rúmlega 1000 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið. Mikil virkni var í Mýrdalsjökli í vikunni og mældust rúmlega helmingur staðsettra skjálfta þar, langflestir innan Kötlu öskjunnar. Stærsti skjálftinn var af stærð 3,9 þann 26. september kl 13:31. Annar af stærð 3,7 varð þann 30. september kl. 04:41, einnig voru tveir skjálftar af stærð 3,6 í hádeginu sama dag.

Einnig var smá hrina norðaustur af Grímsey þar sem u.þ.b. 60 skjálftar voru staðsettir og einn skjálfti yfir þremur stigum mældist á Húsavíkur - Flateyjar misgenginu 2. október.

Tæplega 70 jarðskjálftar mældust í Vatnajökli í vikunni.

Af vef Veðurstofu Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert