Leiðarenda verði lokað

Leiðarendi. Hellismunninn og í baksýn er Helgafell, Hafnarfjarðarfjallið.
Leiðarendi. Hellismunninn og í baksýn er Helgafell, Hafnarfjarðarfjallið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur óskað eftir því við Umhverfisstofnun að hellinum Leiðarenda við Bláfjallaveg verði lokað tímabundið fyrir öllum heimsóknum.

Á hverju ári skoða þúsundir ferðamanna hellinn, sem nú liggur undir skemmdum vegna mikil álags. Það er í valdi Umhverfisstofnunar að taka ákvörðun um lokun, en meðan á henni stæði yrði tíminn notaður til að fara í nauðsynlegar framkvæmdir.

„Aðgerðir við Leiðarenda mega ekki bíða. Hvort sem hellinum verður lokað eða ekki verður farið í framkvæmdir þar, auk þess sem við viljum innheimta hóflegt gjald af gestum. Mér finnst ekki forsvaranlegt að fólk fari þarna niður og brjóti niður dropasteina eða skilji eftir sig rusl, segir Helga Ingólfsdóttir, sem er formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs. Til stendur að koma upp afgreiðsluhúsi skammt frá munna hellisins, stækka bílastæði og leggja stíga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert