Áhugi grunnskóla á forritun

Kennsla í forritun verður aukin.
Kennsla í forritun verður aukin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um þriðjungur af skólum landsins hefur sótt um að fá Microbit-forritunartölvu fyrir nemendur sína sem fulltrúar mennta- og atvinnulífs hafa sameinast um að láta verða að veruleika. Þetta segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í Morgunblaðinu í dag. 

Um er að ræða átaksverkefni til þess að vekja áhuga barna á forritun og kenna þeim á einfaldan og skemmtilegan máta að forrita.

,,Það er óhætt að segja að verkefnið fari vel á stað þar sem formlegt bréf um þetta verkefni hefur ekki enn borist til skólanna og má því vænta að áhugi sé fyrir hendi hjá kennurum og starfsfólki grunnskólanna. Við upplifum sterkt áhugann og því höfum við miklar væntingar til þess að vel takist til,“ segir Almar. Verkefnið felst í því að Microbit, forritanleg smátölva, verður gefin öllum grunnskólabörnum í 6. og 7. bekk í þeim skólum sem hafa áhuga að taka við henni. Samhliða því verða kynnt fjölþætt verkefni, fræðsluefni og leiðir sem nemendur, kennarar og foreldrar geta nýtt sér til að kynnast heimi forritunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert