Lax fyrir 40 milljónir á dag

Laxi slátrað hjá Arnarlaxi.
Laxi slátrað hjá Arnarlaxi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Frá Bíldudal fara daglega, fimm daga vikunnar, um 40 tonn af slægðum og pökkuðum laxi til útflutnings. Útflutningsverðmætið er um 40 milljónir á dag og um 200 milljónir á viku.

Á næsta ári er áætlað að slátra um 10 þúsund tonnum af laxi og útflutningsverðmæti afurða frá fyrirtækinu gæti orðið, að öðru óbreyttu, um tíu milljarðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fyrr á þessu ári sameinuðust laxeldisfyrirtækin Arnarlax og Fjarðalax og er sameinað fyrirtæki með eldisstöðvar í Arnarfirði, Tálknafirði og Patreksfirði og dótturfyrirtæki með seiðastöðvar í Tálknafirði og Þorlákshöfn. Alls starfa nú um 120 manns hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtækjum. Í haust hefur verið unnið að því að auka afköst í fiskvinnslunni með uppsetningu á nýjum tækjabúnaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert