Eldur í eyðibýli á Kolbeinsstöðum

Íbúðarhúsið að Kolbeinsstöðum áður en það brann. Að sögn slökkviliðsins …
Íbúðarhúsið að Kolbeinsstöðum áður en það brann. Að sögn slökkviliðsins í Borgarbyggð standa nú bara berir steinveggirnir eftir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eldur kom upp í eyðibýli á Kolbeinsstöðum í Kolbeinsstaðahreppi í nótt. Eldsins var þó ekki vart fyrr en í morgun og barst Neyðarlínunni tilkynning um brunann um sjöleytið í morgun og var slökkviliðið í Borgarbyggð þá sent á staðinn.

Húsið var mannlaust að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð, sem segir eldinn hafa logað í húsinu í þó nokkurn tíma áður en hans var vart.  Ekki hafði verið búið lengi í húsinu, sem er steinhús, en hafist hafði verið handa endurbyggingu þess og var það því tengt rafmagni.

Ekki er vitað hver upptök eldsins eru, en lögreglan í Borgarnesi fer nú með rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert