Atvinnuleysi í landinu mælist minna en 2% í fyrsta skipti síðan í október 2008

Atvinnuleysi er undir tveimur prósentum í fyrsta sinn í átta …
Atvinnuleysi er undir tveimur prósentum í fyrsta sinn í átta ár. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Skráð atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun í september síðastliðnum var 1,9%. Þetta er í fyrsta skipti síðan „hrunmánuðinn“ október 2008 sem atvinnuleysið fer niður fyrir 2%.

Í október 2008 var atvinnuleysi skráð 1,9% og var þá búið að vera innan við 2% markið síðan í ágúst 2005, samkvæmt upplýsingum Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun.

Strax í nóvember 2008 fór atvinnuleysið upp í 3,3%. Það jókst smám saman og náði hámarki mánuðina febrúar og mars 2010, en þá mánuði mældist atvinnuleysið 9,3%, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert