LSR ekki lengur með í viðræðum

Arion banki.
Arion banki.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur dregið sig út úr viðræðum um möguleg kaup lífeyrissjóðanna á verulegum hlut í Arion banka.

Sjóðurinn hafði undir árslok í fyrra, í samfloti við þrjá aðra lífeyrissjóði, frumkvæði að formlegum viðræðum við Kaupþing, sem á 87% hlut í Arion banka, um möguleg kaup hóps lífeyrissjóða á bankanum.

Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, að viðræður sjóðanna við Kaupþing hafi ekki skilað tilætluðum árangri og því hafi sjóðurinn talið heillavænlegast að láta staðar numið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert