Jarðstrengir tvöfalt dýrari

Þrír valkostir eru fyrir hendi vegna Suðurnesjalínu.
Þrír valkostir eru fyrir hendi vegna Suðurnesjalínu.

Ekki er tekin afstaða til þriggja kosta sem Landsnet gerir grein fyrir í svokallaðri valkostaskýrslu vegna Suðurnesjalínu 2. Þó kemur fram í skýrslunni að kostnaður við að leggja jarðstrengi er meira en tvöfalt meiri en loftlínu samkvæmt upphaflegum áætlunum Landsnets og að loftlína er betri kostur fyrir raforkukerfið í heild.

Landsnet hefur lengi undirbúið styrkingu Suðurnesjalínu, með lagningu nýrrar og öflugri línu, Suðurnesjalínu 2. Fyrirtækið var komið með leyfi frá öllum viðkomandi sveitarfélögum og opinberum stofnunum og heimild til eignarnáms á löndum þeirra jarðeigenda sem ekki tókst að semja við í frjálsum samningum.

Landeigendur hafa rekið nokkur dómsmál til að fá áformum Landsnets og ákvörðunum opinberra aðila hnekkt. Þannig hefur eignarnámið verið dæmt ógilt í Hæstarétti, meðal annars á þeirri forsendu að ekki hafi verið kannaðir nógu vel aðrir kostir, svo sem jarðstrengir, og leyfi Orkustofnunar hefur einnig verið fellt úr gildi. Ekki er öllum málum lokið. Þannig er fyrir Hæstarétti mál landeigenda gegn Sveitarfélaginu Vogum vegna framkvæmdaleyfis.

Framkvæmdir hafa tafist vegna þessara mála, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinuí dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert