Eimskip siglir til Bremerhaven

Lagarfoss kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn.
Lagarfoss kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn. mbl.is/Árni Sæberg

Eimskip hefur ákveðið að hefja siglingar til Bremerhaven í Þýskalandi 6. desember næstkomandi en siglingum til Hamborgar verður hætt. Þar hefur félagið haft viðkomu allt frá árinu 1926.

„Þetta er liður í uppbyggingu á siglingakerfi félagsins, en með breytingunni komast viðskiptavinir félagsins í betri tengingar við aðra markaði og siglingatíminn styttist, auk þess sem vagga sjávarútvegs í Þýskalandi er á svæðinu í kringum Bremerhaven,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Þá segir að miklar breytingar séu fyrirhugaðar á höfninni í Hamborg og að svæðinu sem Eimskip hefur notað verði lokað. Gámahöfnin í Bremerhaven er sú fjórða stærsta í Evrópu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert