Undir áhrifum bakvið stýrið

Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ölvunar og þá voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir ölvunarakstur og tveir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Um kl. 1.15 handtók lögregla ökumann vegna gruns um ölvun. Í ljós kom að bifreiðinni hafði verið ekið á umferðarskilti ekki langt frá staðnum þar sem maðurinn var stöðvaður. Var hann vistaður í fangageymslu.

Þá voru höfð afskipti af ökumanni vegna hraðaksturs um kl. 5.30. Bifreið hans mældist á 134 km/klst á vegkafla þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, en ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið ölvaður. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert