Vaxtaokrið áþján fyrir íslensk heimili

Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna telur áherslur sínar á afnám ...
Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna telur áherslur sínar á afnám verðtryggingarinnar hafa ráðið miklu um kjör sitt. mbl.is/Árni Torfason

Ólafur Arnarson nýr formaður Neytendasamtakanna, segist telja áherslur sínar á afnám verðtryggingarinnar eina af ástæðum þess að hann hlaut yfirburða kosningu í formannsembættið á þingi samtakanna í dag. Ólafur hlaut 129 atkvæði, en þeir Teitur Atlason og Guðjón Sigurbjartsson hlutu 47 atkvæði hvor og Pálmey Gísladóttir átta atkvæði.

„Þessi sigur er stærri en ég átti von á og ég fékk meiri stuðning í kosningunum en ég hafði þorað að vona,“ sagði Ólafur sem hefur sl. fjögur ár setið í stjórn Neytendasamtakanna. Hann hafi lagt mikla áherslu á baráttuna gegn verðtryggingu og vaxtaokri í sinni stjórnarsetu og m.a. átt þátt í að  Neytendasamtökin tóku mjög skýra afstöðu gegn verðtryggingu á neytendalánum og þar með talið húsnæðislánum.

„Ég hef verið talsmaður þessa inni í samtökunum og ég hef grun um að þetta hafi ráðið ansi miklu. Þetta eru einhver stærstu neytendamálin - þessi gríðarlegi kostnaður. Vaxtaokrið hér er áþján fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili.“

Hrunið sýndi hve skaðleg verðtryggingin er

Ólafur kveðst telja landsmenn nú hafa aukin skilning á verðtryggingunni og hve skaðleg hún geti verið. „Við sáum vel í hruninu hversu skaðleg verðtyggingin er, þegar lánin hækkuðu upp úr öllu valdi.“ Verðbólga hafi nú verið lág um langt skeið, sem sé vissulega gleðiefni en ástæðurnar séu  aðallega utanaðkomandi, m.a. heimsmarkaðsverð á olíu og höft krónunnar.

„Ég hef áhyggjur af því þegar við horfum á kjarasamninga og fleira hvað gerist þegar höftum verður aflétt, að þá muni verðbólga koma mjög  illa við íslenska neytendur,“ segir hann og kveður vexti í landinu aukinheldur vera hærri en þeir þyrftu að vera.

Ólafur kveðst hins vega ekki draga neinn dul á að hann hafi stundað skipulega kosningabaráttu eftir að hann tilkynnti um formannsframboð sitt og m.a. notað samfélagsmiðla á borð við Facebook í þeim tilgangi. „Það fór talsverð vinna í þessa kosningabaráttu. En eftir að ákvörðunin var tekinn þá ákvað ég að gefa það sem ég gat í þetta til að hafa sigur, því ég álít Neytendasamtökin vera einhver mikilvægustu samtök á Íslandi. Þetta eru frjáls samtök neytenda og ég held að ég geti haft mikið þar að segja í forystu.“

Neytendasamtökin ekki nógu sýnileg

Neytendasamtökin eru í dag að mörgu leyti í mjög góðu horfi að mati Ólafs, sem segir Jóhannes Gunnarsson, fráfarandi formann hafa unnið merkt starf og eiga heiðurinn að kvartana- og leiðbeiningaþjónustu, sem og leigjendaaðstoð sem sé þjónusta sem ekki beri endilega mikið á, en sé engu að síður notaður eru daglega til að leysa úr ágreiningsmálum.

„Það er hins vegar áhyggjuefni að Neytendasamtökin eru kannski ekki nógu sýnileg,“ segir hann og kveðst hafa hug á að nýta tæknina og samfélagsmiðla betur í þágu samtakanna. Fjölmiðlar séu vissulega mikilvægt tæki til upplýsingamiðlunar til að efla verð- og gæðavitund neytenda, en tæknina megi nýta betur. „Í dag eru nánast allir með snjallsíma og öflugasta og beittasta vopn neytandans er upplýsingin.“ Með því að nýta hana sé hægt að stuðla að aukinni verð- og gæðavitund hjá neytendum.

„Ég ætla að beita mér fyrir því að Neytendasamtökin láti þróa app fyrir félagsmenn þar sem neytendakannanir, sem bæði sem við látum framkvæmda sjálf og kannanir annarra t.d. ASÍ, verði gerðar aðgengilegar. Þessum upplýsingum vil ég koma í lófann á fólki þar sem það er hverju sinni,“ segir hann og kveðst með þessu móti vilja gera samtökin sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Flateyrarvegi lokað – víða ófært

16:15 Snjóflóð féll á Flateyrarveg, nokkru fyrir innan Flateyri, fyrir rúmlega klukkustund. Veginum hefur verið lokað en auk þess er vegurinn um Súðavíkurhlíð enn lokaður. Meira »

Segir sjálfstæðismenn í vandræðum

15:32 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, segir að sjálfstæðismenn séu í miklum vandræðum með ráðherraval í viðræðunum um stjórnarmyndun sem nú standa yfir. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Björg leiðir starfshóp um persónuvernd

16:06 Starfshópur hefur verið skipaður til að aðstoða Björgu Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og formann Persónuverndar, við að innleiða reglugerð um breytta persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Meira »

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

15:06 „Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...