Vaxtaokrið áþján fyrir íslensk heimili

Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna telur áherslur sínar á afnám ...
Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna telur áherslur sínar á afnám verðtryggingarinnar hafa ráðið miklu um kjör sitt. mbl.is/Árni Torfason

Ólafur Arnarson nýr formaður Neytendasamtakanna, segist telja áherslur sínar á afnám verðtryggingarinnar eina af ástæðum þess að hann hlaut yfirburða kosningu í formannsembættið á þingi samtakanna í dag. Ólafur hlaut 129 atkvæði, en þeir Teitur Atlason og Guðjón Sigurbjartsson hlutu 47 atkvæði hvor og Pálmey Gísladóttir átta atkvæði.

„Þessi sigur er stærri en ég átti von á og ég fékk meiri stuðning í kosningunum en ég hafði þorað að vona,“ sagði Ólafur sem hefur sl. fjögur ár setið í stjórn Neytendasamtakanna. Hann hafi lagt mikla áherslu á baráttuna gegn verðtryggingu og vaxtaokri í sinni stjórnarsetu og m.a. átt þátt í að  Neytendasamtökin tóku mjög skýra afstöðu gegn verðtryggingu á neytendalánum og þar með talið húsnæðislánum.

„Ég hef verið talsmaður þessa inni í samtökunum og ég hef grun um að þetta hafi ráðið ansi miklu. Þetta eru einhver stærstu neytendamálin - þessi gríðarlegi kostnaður. Vaxtaokrið hér er áþján fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili.“

Hrunið sýndi hve skaðleg verðtryggingin er

Ólafur kveðst telja landsmenn nú hafa aukin skilning á verðtryggingunni og hve skaðleg hún geti verið. „Við sáum vel í hruninu hversu skaðleg verðtyggingin er, þegar lánin hækkuðu upp úr öllu valdi.“ Verðbólga hafi nú verið lág um langt skeið, sem sé vissulega gleðiefni en ástæðurnar séu  aðallega utanaðkomandi, m.a. heimsmarkaðsverð á olíu og höft krónunnar.

„Ég hef áhyggjur af því þegar við horfum á kjarasamninga og fleira hvað gerist þegar höftum verður aflétt, að þá muni verðbólga koma mjög  illa við íslenska neytendur,“ segir hann og kveður vexti í landinu aukinheldur vera hærri en þeir þyrftu að vera.

Ólafur kveðst hins vega ekki draga neinn dul á að hann hafi stundað skipulega kosningabaráttu eftir að hann tilkynnti um formannsframboð sitt og m.a. notað samfélagsmiðla á borð við Facebook í þeim tilgangi. „Það fór talsverð vinna í þessa kosningabaráttu. En eftir að ákvörðunin var tekinn þá ákvað ég að gefa það sem ég gat í þetta til að hafa sigur, því ég álít Neytendasamtökin vera einhver mikilvægustu samtök á Íslandi. Þetta eru frjáls samtök neytenda og ég held að ég geti haft mikið þar að segja í forystu.“

Neytendasamtökin ekki nógu sýnileg

Neytendasamtökin eru í dag að mörgu leyti í mjög góðu horfi að mati Ólafs, sem segir Jóhannes Gunnarsson, fráfarandi formann hafa unnið merkt starf og eiga heiðurinn að kvartana- og leiðbeiningaþjónustu, sem og leigjendaaðstoð sem sé þjónusta sem ekki beri endilega mikið á, en sé engu að síður notaður eru daglega til að leysa úr ágreiningsmálum.

„Það er hins vegar áhyggjuefni að Neytendasamtökin eru kannski ekki nógu sýnileg,“ segir hann og kveðst hafa hug á að nýta tæknina og samfélagsmiðla betur í þágu samtakanna. Fjölmiðlar séu vissulega mikilvægt tæki til upplýsingamiðlunar til að efla verð- og gæðavitund neytenda, en tæknina megi nýta betur. „Í dag eru nánast allir með snjallsíma og öflugasta og beittasta vopn neytandans er upplýsingin.“ Með því að nýta hana sé hægt að stuðla að aukinni verð- og gæðavitund hjá neytendum.

„Ég ætla að beita mér fyrir því að Neytendasamtökin láti þróa app fyrir félagsmenn þar sem neytendakannanir, sem bæði sem við látum framkvæmda sjálf og kannanir annarra t.d. ASÍ, verði gerðar aðgengilegar. Þessum upplýsingum vil ég koma í lófann á fólki þar sem það er hverju sinni,“ segir hann og kveðst með þessu móti vilja gera samtökin sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

Í gær, 18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

Í gær, 17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

Í gær, 16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

Í gær, 15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

Í gær, 17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

Í gær, 16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

Í gær, 15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...