Vaxtaokrið áþján fyrir íslensk heimili

Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna telur áherslur sínar á afnám ...
Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna telur áherslur sínar á afnám verðtryggingarinnar hafa ráðið miklu um kjör sitt. mbl.is/Árni Torfason

Ólafur Arnarson nýr formaður Neytendasamtakanna, segist telja áherslur sínar á afnám verðtryggingarinnar eina af ástæðum þess að hann hlaut yfirburða kosningu í formannsembættið á þingi samtakanna í dag. Ólafur hlaut 129 atkvæði, en þeir Teitur Atlason og Guðjón Sigurbjartsson hlutu 47 atkvæði hvor og Pálmey Gísladóttir átta atkvæði.

„Þessi sigur er stærri en ég átti von á og ég fékk meiri stuðning í kosningunum en ég hafði þorað að vona,“ sagði Ólafur sem hefur sl. fjögur ár setið í stjórn Neytendasamtakanna. Hann hafi lagt mikla áherslu á baráttuna gegn verðtryggingu og vaxtaokri í sinni stjórnarsetu og m.a. átt þátt í að  Neytendasamtökin tóku mjög skýra afstöðu gegn verðtryggingu á neytendalánum og þar með talið húsnæðislánum.

„Ég hef verið talsmaður þessa inni í samtökunum og ég hef grun um að þetta hafi ráðið ansi miklu. Þetta eru einhver stærstu neytendamálin - þessi gríðarlegi kostnaður. Vaxtaokrið hér er áþján fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili.“

Hrunið sýndi hve skaðleg verðtryggingin er

Ólafur kveðst telja landsmenn nú hafa aukin skilning á verðtryggingunni og hve skaðleg hún geti verið. „Við sáum vel í hruninu hversu skaðleg verðtyggingin er, þegar lánin hækkuðu upp úr öllu valdi.“ Verðbólga hafi nú verið lág um langt skeið, sem sé vissulega gleðiefni en ástæðurnar séu  aðallega utanaðkomandi, m.a. heimsmarkaðsverð á olíu og höft krónunnar.

„Ég hef áhyggjur af því þegar við horfum á kjarasamninga og fleira hvað gerist þegar höftum verður aflétt, að þá muni verðbólga koma mjög  illa við íslenska neytendur,“ segir hann og kveður vexti í landinu aukinheldur vera hærri en þeir þyrftu að vera.

Ólafur kveðst hins vega ekki draga neinn dul á að hann hafi stundað skipulega kosningabaráttu eftir að hann tilkynnti um formannsframboð sitt og m.a. notað samfélagsmiðla á borð við Facebook í þeim tilgangi. „Það fór talsverð vinna í þessa kosningabaráttu. En eftir að ákvörðunin var tekinn þá ákvað ég að gefa það sem ég gat í þetta til að hafa sigur, því ég álít Neytendasamtökin vera einhver mikilvægustu samtök á Íslandi. Þetta eru frjáls samtök neytenda og ég held að ég geti haft mikið þar að segja í forystu.“

Neytendasamtökin ekki nógu sýnileg

Neytendasamtökin eru í dag að mörgu leyti í mjög góðu horfi að mati Ólafs, sem segir Jóhannes Gunnarsson, fráfarandi formann hafa unnið merkt starf og eiga heiðurinn að kvartana- og leiðbeiningaþjónustu, sem og leigjendaaðstoð sem sé þjónusta sem ekki beri endilega mikið á, en sé engu að síður notaður eru daglega til að leysa úr ágreiningsmálum.

„Það er hins vegar áhyggjuefni að Neytendasamtökin eru kannski ekki nógu sýnileg,“ segir hann og kveðst hafa hug á að nýta tæknina og samfélagsmiðla betur í þágu samtakanna. Fjölmiðlar séu vissulega mikilvægt tæki til upplýsingamiðlunar til að efla verð- og gæðavitund neytenda, en tæknina megi nýta betur. „Í dag eru nánast allir með snjallsíma og öflugasta og beittasta vopn neytandans er upplýsingin.“ Með því að nýta hana sé hægt að stuðla að aukinni verð- og gæðavitund hjá neytendum.

„Ég ætla að beita mér fyrir því að Neytendasamtökin láti þróa app fyrir félagsmenn þar sem neytendakannanir, sem bæði sem við látum framkvæmda sjálf og kannanir annarra t.d. ASÍ, verði gerðar aðgengilegar. Þessum upplýsingum vil ég koma í lófann á fólki þar sem það er hverju sinni,“ segir hann og kveðst með þessu móti vilja gera samtökin sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »

Guðni tók sjálfu í Hollandi

07:18 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hitti kvennalandsliðið í knattspyrnu í Hollandi þar sem hann er staddur á EM með fjölskyldu sinni. Hann segist á þeim fundi hafa kynnst þeirri samheldni, ákveðni bjartsýni og fagmennsku sem einkenni hópinn. Meira »

Tóku vörur án þess að borga

06:52 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt menn sem höfðu komið inn í Nettó á Fiskislóð rétt eftir miðnætti og tekið þar ófrjálsri hendi innkaupakerru fulla af vörum. Meira »

24 stiga hiti í suðlægum áttum

07:10 Áfram eru það Norðlendingar og ferðamenn á Norðausturlandi sem fá úthlutað besta veðrinu. Í dag verður bjart að mestu norðan heiða og hiti allt að 24 stigum. Annars staðar á landinu verður skýjað að mestu með dálítilli vætu og heldur svalara í veðri. Meira »

Góð makrílveiði suðaustur af landinu

05:30 Góð makrílveiði hefur verið á miðunum suðaustur af landinu. Víkingur AK var væntanlegur til Vopnafjarðar seint í gærkvöldi með rétt tæplega 600 tonn af makríl, segir á vef HB Granda. Meira »

Tafirnar kosta mikið fé

05:30 Fyrirhugað glæsihótel í Landssímahúsinu við Austurvöll verður í fyrsta lagi opnað rúmu ári á eftir áætlun. Heimildarmaður blaðsins, sem þekkir til Landssímareitsins, segir vanhæfni í borgarkerfinu skýra tafir. Meira »

Deilur um afhendingu Staðastaðar

05:30 Deilur standa á milli fyrrverandi sóknarprests á Staðastað, séra Páls Ágústs Ólafssonar, og kirkjuráðs. Snúast deilurnar um hvenær Páli sé skylt að afhenda prestsbústaðinn. Meira »

Nýbygging við Perluna hýsir stjörnuver

05:30 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna Perlunnar hefur verið auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar.  Meira »

Kviknaði í tveimur bílum við Vog

05:30 Kveikt var í bíl í gær sem stóð utan við sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglan hefur ákveðinn einstakling grunaðan um athæfið, en sá stakk af frá vettvangi. Hans var leitað í gær. Meira »

Vinnulag um miðlun upplýsinga

05:30 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, mun halda sama skipulagi varðandi veitingu upplýsinga af afbrotum á Þjóðhátíð og verið hefur síðustu ár. Meira »

Dagskrá hefst á Ingólfstorgi klukkan 15

Í gær, 23:59 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar sinn annan leik í lokakeppni EM í Hollandi á morgun, laugardag, þegar liðið mætir Sviss. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á EM-torginu við Ingólfstorg. Meira »

Vilja leyfa 100 þúsund tonn á ári

05:30 Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC Bakka Silicon hf. gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki. Meira »

Kannabismold á víðavangi

05:30 „Ég hélt að þetta væri eftir einhvern garðyrkjumann en fannst skrýtið lagið á pottunum sem þetta var ræktað í,“ segir Arnar H. Gestsson, annar eigandi jarðarinnar Miðdals 1 í Kjós. Meira »

Allt að 24 stiga hiti

Í gær, 23:41 Vaxandi suðaustanátt verður á morgun, 8-15 metrar á sekúndu seinnipartinn. Hvassast verður við suðvesturströndina og á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem búast má við snörpum hviðum. Meira »
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýli ...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
Gleraugu - töpuðust í Galtarlækjarskógi
Gleraugu (Ray Ban) Svört spöng - karlmanns - Týndust í útilegu í Galtarlæk þann...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...