Frímerki á 430 þúsund

Frímerkið verðmæta hjá Bruun.
Frímerkið verðmæta hjá Bruun.

Íslenskt frímerki frá 19. öld seldist á uppboði hjá Bruun & Rasmussen í Kaupmannahöfn í gær á 13 sinnum hærra verði en byrjunarverðið var.

Upprunalegt verð var 2.000 krónur danskar en frímerkið var síðan selt á 26 þúsund krónur danskar, eða rúmar 430 þúsund krónur íslenskar.

Frímerkið er 10 aura með mynd af þáverandi konungi Íslands og Danmerkur, Kristjáni IX. Stimpill frímerkisins þykir einstakur, að því er fram kemur í umfjöllun um uppboðið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert