Hallar á konur í trúnaðarstörfum ASÍ

Það hallar víða á konur.
Það hallar víða á konur. mbl.is/Golli

Það hallar mikið á konur í trúnaðarstörfum í verkalýðshreyfingunni þegar litið er á hlutfall kvenna og karla í stjórnum og ráðum innan ASÍ.

Kynjabókhald ASÍ, sem lagt verður fram á þingi sambandsins sem hefst í dag, leiðir m.a. í ljós að hlutur kvenna í miðstjórn ASÍ hefur minnkað fremur en hitt á umliðnum árum og eru þær nú 27% fulltrúa í miðstjórninni. Konur voru til samanburðar 40% fulltrúa í miðstjórn á árunum 2008-2009.

Konur eru 46% allra félagsmanna innan Alþýðusambandsins. Hlutur þeirra í stjórnum aðildarfélaga og deilda sambandsins er hins vegar mun minni eða 31% stjórnarmanna í dag. Samtals eru 326 karlar stjórnarmenn í aðildarfélögum ASÍ en konurnar eru 146, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert