Kennarar leita aftur í önnur störf

Umsóknum um undanþágur til kennslu í grunnskólanum fer fjölgandi.
Umsóknum um undanþágur til kennslu í grunnskólanum fer fjölgandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umsóknum til undanþágunefndar grunnskóla tók aftur að fjölga skólaárið 2012-2013 en nefndin tekur til meðferðar umsóknir skólastjóra um heimild til að lausráða starfsmann, sem ekki hefur leyfi menntamálaráðherra til að nota starfsheitið grunnskólakennari.

Þetta kemur fram í samantekt Menntamálastofnunar sem birt var á vef þeirra í gær. Þegar umsóknum til nefndarinnar fjölgar er það til merkis um að í batnandi ástandi á vinnumarkaði leiti kennarar frekar í önnur störf.

Til samanburðar fækkaði umsóknum umtalsvert á árunum 2009-2012 í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Áhrif þrenginga á atvinnumarkaði í kjölfar hrunsins eru því talin sýnileg í samantektinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert