„Fagna“ eins árs samningsleysi

Ríkissáttasemjari fékk köku í morgun.
Ríkissáttasemjari fékk köku í morgun. Ljósmynd/KÍ

Nokkrir félagsmenn úr Félagi tónlistarkennara afhentu Ingu Rún Ólafsdóttur, formanni samninganefndar sveitarfélaga, afmælistertu í morgun.

Tilefni afmælistertunnar er að ár er liðið frá því að kjarasamningur tónlistarkennara rann út.

Áður hafði stjórn Kenn­ara­sam­bands Íslands lýst þung­um áhyggj­um af kjara­deilu Fé­lags kenn­ara og stjórn­enda tón­list­ar­skóla og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

„Stjórn KÍ krefst þess að gengið verði strax til samn­inga við Fé­lag kenn­ara og stjórn­enda í tón­list­ar­skól­um og laun þeirra leiðrétt í sam­ræmi við laun annarra kenn­ara í land­inu,“ sagði í álykt­un stjórn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert