„Þetta getur verið fram á nótt“

Bjarni Benediktsson, Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson funda á óþekktum …
Bjarni Benediktsson, Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson funda á óþekktum stað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundur Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um stjórnarmyndun stendur enn yfir og gæti dregist fram á nótt. Flokkarnir hófu formlegar viðræður í fyrradag. 

Frétt mbl.is: Viðræðum haldið áfram í dag

Í örstuttu símtali mbl.is við Benedikt Jóhannesson í kvöld sagði hann að fundur væri enn í gangi og viðræður væru að mjakast. 

„Þetta getur verið fram á nótt,“ sagði Benedikt.

Sam­kvæmt heim­ild­um RÚV hófst fund­ur formanna flokk­anna klukk­an níu í morg­un en ekk­i var gefið upp hvar hann er haldinn. 

Benedikt hafði áður sagt við mbl.is að hann vonaðist til að niðurstaða yrði kom­in í málið um miðja viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert